Í sálarnærveru er háttvísin hál Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 5. desember 2011 11:00 Á Íslandi líður flestum börnum vel í grunnskólunum, en því miður gildir það ekki um þau öll. Við sem vinnum með börnum vitum að það eru fjölmargirþættir sem orsaka vanlíðan barna og fullyrði ég að starfsfólk skólanna leggur sig ávallt fram við að finna lausnir á þeim vanda sem barnið glímir við. Einelti er einn þessara vanda. Hver skóli setur sér reglur sem m.a. er ætlað að koma í veg fyrir einelti/ofbeldi og skapa góða samskiptahætti innan hans og utan. Margt hefur áunnist sem skilað hefur góðum árangri. Þrátt fyrir góðan ásetning hefur ekki tekist að koma að öllu leyti í veg fyrir einelti. Óhjákvæmilega vekur það upp spurningu um hvað sé til ráða. Við henni er ekkert eitt svar en ljóst að margt vinnur saman. Virðing fyrir kennarastéttinni og skólastarfi er eitt. Beri nemandi ekki virðingu fyrir kennaranum og skólanum telur hann sig líklega ekki skuldbundinn til að framfylgja þeim reglum sem skólinn setur. Það er vandi að gæta meðalhófs. Fjölmiðlar miðla til lesenda sögum af því hvernig skólakerfið bregst nemendum og margir láta skoðun sína í ljós t.d. í umræðu á bloggi og öðrum fjölmiðlum. Þeir eru ekki margir sem lýsa yfir stuðningi við skólana og það sem þar er verið að vinna, enda erfitt þar sem báðar hliðar málsins eru sjaldan sagðar. Við heyrumljótar sögur af einelti sem nemendur verða fyrir. En sumar sögurnar segja okkur ekkert um það sem þegar hefur verið unnið í máli hvers einstaklings, né hvað liggur á bak við þann þagnarmúr sem opinberum starfsmönnum ber að hafa í heiðri. Ég veit að kennarar reyna ávallt að gera sitt besta til að öllum nemendum líði vel í skólanum. Og þjóðin þarf að trúa því að með þeim úrræðum sem skólunum bjóðast er hagur nemandans ávallt hafður að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Á Íslandi líður flestum börnum vel í grunnskólunum, en því miður gildir það ekki um þau öll. Við sem vinnum með börnum vitum að það eru fjölmargirþættir sem orsaka vanlíðan barna og fullyrði ég að starfsfólk skólanna leggur sig ávallt fram við að finna lausnir á þeim vanda sem barnið glímir við. Einelti er einn þessara vanda. Hver skóli setur sér reglur sem m.a. er ætlað að koma í veg fyrir einelti/ofbeldi og skapa góða samskiptahætti innan hans og utan. Margt hefur áunnist sem skilað hefur góðum árangri. Þrátt fyrir góðan ásetning hefur ekki tekist að koma að öllu leyti í veg fyrir einelti. Óhjákvæmilega vekur það upp spurningu um hvað sé til ráða. Við henni er ekkert eitt svar en ljóst að margt vinnur saman. Virðing fyrir kennarastéttinni og skólastarfi er eitt. Beri nemandi ekki virðingu fyrir kennaranum og skólanum telur hann sig líklega ekki skuldbundinn til að framfylgja þeim reglum sem skólinn setur. Það er vandi að gæta meðalhófs. Fjölmiðlar miðla til lesenda sögum af því hvernig skólakerfið bregst nemendum og margir láta skoðun sína í ljós t.d. í umræðu á bloggi og öðrum fjölmiðlum. Þeir eru ekki margir sem lýsa yfir stuðningi við skólana og það sem þar er verið að vinna, enda erfitt þar sem báðar hliðar málsins eru sjaldan sagðar. Við heyrumljótar sögur af einelti sem nemendur verða fyrir. En sumar sögurnar segja okkur ekkert um það sem þegar hefur verið unnið í máli hvers einstaklings, né hvað liggur á bak við þann þagnarmúr sem opinberum starfsmönnum ber að hafa í heiðri. Ég veit að kennarar reyna ávallt að gera sitt besta til að öllum nemendum líði vel í skólanum. Og þjóðin þarf að trúa því að með þeim úrræðum sem skólunum bjóðast er hagur nemandans ávallt hafður að leiðarljósi.