Erlent

Pútín vill ekki rannsaka kosningarnar

Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, hefur vísað á bug áskorunum þess efnis að kosningarnar í landinu á dögunum verði rannsakaðar. Í til stuðningsmanna sinna sagði hann að þá sem kvartað hafi yfir úrslitum kosninganna skorti skýr markmið og óljóst sé hverju sé verið að mótmæla. Í kjölfar úrslitanna, þar sem flokkur Pútíns fór með sigur af hólmi þrátt fyrir fylgistap, hafa brotist út mestu mótmæli Rússlands í áratugi.

Þúsundir komu saman á laugardaginn var til þess að mótmæla kosningunum sem fram fóru fjórða desember. Pútín mælist nú með mest fylgi þeirra sem boðið hafa sig fram til forseta í næstu kosningum. Í ræðu sinni sagðist hann ekki þurfa að beita neinum brögðum, hann myndi vinna sér fylgi á heiðarlegan hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×