Erlent

Breskur túristi myrtur á jóladag á Sri Lanka

Breskur ríkisborgari var myrtur á jóladag á ferðamannastað á Sri Lanka. Lögregluyfirvöld í bænum Tangalle segja að ráðist hafi verið á manninn og rússneska konu sem var með honum í för, eftir að honum hafði sinnast við annan gest á hótelinu sem þau voru á. Fjórir hafa verið handteknir vergna málsins og á meðal þeirra er formaður bæjarstjórnarinnar í Tangalle. Konan sem var með fórnarlambinu berst nú fyrir lífi sínu á gjörgæslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×