2500 börn þurfa á meðferð að halda vegna offitu Karen Kjartansdóttir skrifar 2. apríl 2011 18:36 Tvö þúsund og fimm hundruð börn á Reykjavíkursvæðinu þurfa á meðferð að halda vegna offitu en talið er að fimm prósent íslenskra barna séu of feit. Búið er að opna göngudeild á Barnaspítala Hringsins sem ætlað er að reyna að hjálpa þessum börnum. Á Landspítalanum hefur staðið yfir rannsókn í rúm fimm ár á meðferð fyrir offitu barna og fjölskyldur þeirra. Árangurinn af meðferðinni hefur verið mjög góður og hefur hið opinbera nú veitt tíu milljónum til þess að koma á laggirnar göngudeild sem sinna á þessum málum en hún tók til starfa í gær. Deildin var opnuð í gær en hún er árangur fimm ára rannsóknarvinnu starfsmanna á Barnaspítalanum. Íslendingar eru fjórða feitasta Evrópuþjóðin og hefur yfirlæknir á Barnaspítalanum sagt að mikil offita meðal barna kalli minni lífgæði og lífslíkur yfir þjóðina. Ódýrast og árangurríkast sé að grípa inn í þessa holskeflu offitu sem nú ríður yfir á meðan sjúklingarnir séu á barnsaldri. Hann segist fullviss að deildin muni fljótt borga sig upp. „Við vorum að fá á fjárlögum tíu milljónir til þess að stofna meðferðarúrræði fyrir offitu barna og unglinga. Til þess að setja fjárhæðina í samhengi þá eru þetta fjórar hjáveituaðgerðir, eða magaminnkunaraðgerðir eins þær eru oft kallaðar," segir Ragnar Bjarnason, yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins. Það rannsóknarstarf sem þegar hefur farið fram á spítalanum hefur skilað mjög góðum árangri. Það taki því skamman tíma fyrir deildina að borga sig upp. Auk þess sem starf hennar mun draga úr líkamlegum og andlegum þjáningum of feitra barna. Fyrst í stað mun teymið verða skipað lækni, sálfræðingi og næringarfræðingi en ætlunin er að fleiri sérfræðingar muni koma að meðferðinni svo sem íþróttafræðingar. Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Tvö þúsund og fimm hundruð börn á Reykjavíkursvæðinu þurfa á meðferð að halda vegna offitu en talið er að fimm prósent íslenskra barna séu of feit. Búið er að opna göngudeild á Barnaspítala Hringsins sem ætlað er að reyna að hjálpa þessum börnum. Á Landspítalanum hefur staðið yfir rannsókn í rúm fimm ár á meðferð fyrir offitu barna og fjölskyldur þeirra. Árangurinn af meðferðinni hefur verið mjög góður og hefur hið opinbera nú veitt tíu milljónum til þess að koma á laggirnar göngudeild sem sinna á þessum málum en hún tók til starfa í gær. Deildin var opnuð í gær en hún er árangur fimm ára rannsóknarvinnu starfsmanna á Barnaspítalanum. Íslendingar eru fjórða feitasta Evrópuþjóðin og hefur yfirlæknir á Barnaspítalanum sagt að mikil offita meðal barna kalli minni lífgæði og lífslíkur yfir þjóðina. Ódýrast og árangurríkast sé að grípa inn í þessa holskeflu offitu sem nú ríður yfir á meðan sjúklingarnir séu á barnsaldri. Hann segist fullviss að deildin muni fljótt borga sig upp. „Við vorum að fá á fjárlögum tíu milljónir til þess að stofna meðferðarúrræði fyrir offitu barna og unglinga. Til þess að setja fjárhæðina í samhengi þá eru þetta fjórar hjáveituaðgerðir, eða magaminnkunaraðgerðir eins þær eru oft kallaðar," segir Ragnar Bjarnason, yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins. Það rannsóknarstarf sem þegar hefur farið fram á spítalanum hefur skilað mjög góðum árangri. Það taki því skamman tíma fyrir deildina að borga sig upp. Auk þess sem starf hennar mun draga úr líkamlegum og andlegum þjáningum of feitra barna. Fyrst í stað mun teymið verða skipað lækni, sálfræðingi og næringarfræðingi en ætlunin er að fleiri sérfræðingar muni koma að meðferðinni svo sem íþróttafræðingar.
Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira