Chris Bosh, einn af stjörnuleikmönnum Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, stendur ekki aðeins í ströngu þessa dagana inn á vellinum í úrslitakeppninni því hann á einnig í deilum við gömlu kærustu sína og barnsmóður.
Allison Mathis hefur verið ráðin til þess að taka þátt í raunveruleikaþættinum “Basketball Wives” undir þeim formerkjum að hún sé fyrrum kærasta Chris Bosh en þau eiga einnig barn saman.
Bosh er að reyna að koma í veg fyrir að Mathis fari í þáttinn og upplýsi um leið um ýmis persónuleg mál milli þeirra og úr þeirra sambandi. Hann ákvað því að kæra gömlu kærustuna til þess að fá lögbann á þátttöku hennar í sjónvarpsþættinum.
Allison Mathis dreymir um frægð og frama og þáttaka hennar í þessum þætti er væntanlega síðasta tækifærið til þess að öðlast hana út á samband sitt og Bosh.
Chris Bosh búinn að kæra gömlu kærustuna
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“
Íslenski boltinn



Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits
Enski boltinn


ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík
Íslenski boltinn