Er húsfriður ein mannarættur? Margrét Steinarsdóttir skrifar 25. nóvember 2011 06:00 Spurningin útleggst á íslensku sem „Er heimilisfriður mannréttindi?“. Kvinnuhúsið í Færeyjum, sem er athvarf fyrir konur og börn sem búa við ofbeldi á heimilum, spurði þessarar spurningar fyrir nokkrum árum í auglýsingaherferð gegn kynbundnu ofbeldi. Spurningunni má hiklaust svara játandi. Þótt skammt sé liðið síðan litið var á ofbeldi í nánum samböndum, oftast karla gegn konum sínum og jafnvel börnum, sem einkamál er nú almennt litið svo á að ríki beri samfélagslega ábyrgð gagnvart þeim glæp sem ofbeldi á heimilum er. Í ljósi þess að ríki hafa tekið á sig alþjóðlegar skuldbindingar til að tryggja að allir borgarar fái notið mannréttinda ber þeim að vinna gegn kynbundnu ofbeldi. Allir geta verið sammála um það að ef konur búa við stöðuga ógn og ótta við ofbeldi af hálfu maka sinna fá þær ekki notið sinna mannréttinda, hverju nafni sem þau nefnast. Það á þó ekki síst við rétt til friðhelgi heimilislífs og til þess að þurfa ekki að sæta pyntingum. Margir hafa orðið til þess að líkja ofbeldi á heimili við pyntingar og vísa í því sambandi til alþjóðlegra skilgreininga á pyntingum og ómannlegri og lítilsvirðandi meðferð. Það að ofbeldið fer fram á heimili, gegn öðrum heimilismönnum, dregur enda hvorki úr alvarleika þess eða áhrifum, né leggur það ríkjum öðruvísi skyldur á herðar en hvað varðar annars konar ofbeldi og vernd mannréttinda. Á Íslandi hafa stjórnvöld leitast við að mæta skyldum sínum, m.a. með gerð aðgerðaáætlunar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum. Enn er þó langt í land í baráttunni gegn slíku ofbeldi og árangur næst ekki nema allir leggist á eitt, jafnt stjórnvöld sem við öll sem byggjum þetta samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Spurningin útleggst á íslensku sem „Er heimilisfriður mannréttindi?“. Kvinnuhúsið í Færeyjum, sem er athvarf fyrir konur og börn sem búa við ofbeldi á heimilum, spurði þessarar spurningar fyrir nokkrum árum í auglýsingaherferð gegn kynbundnu ofbeldi. Spurningunni má hiklaust svara játandi. Þótt skammt sé liðið síðan litið var á ofbeldi í nánum samböndum, oftast karla gegn konum sínum og jafnvel börnum, sem einkamál er nú almennt litið svo á að ríki beri samfélagslega ábyrgð gagnvart þeim glæp sem ofbeldi á heimilum er. Í ljósi þess að ríki hafa tekið á sig alþjóðlegar skuldbindingar til að tryggja að allir borgarar fái notið mannréttinda ber þeim að vinna gegn kynbundnu ofbeldi. Allir geta verið sammála um það að ef konur búa við stöðuga ógn og ótta við ofbeldi af hálfu maka sinna fá þær ekki notið sinna mannréttinda, hverju nafni sem þau nefnast. Það á þó ekki síst við rétt til friðhelgi heimilislífs og til þess að þurfa ekki að sæta pyntingum. Margir hafa orðið til þess að líkja ofbeldi á heimili við pyntingar og vísa í því sambandi til alþjóðlegra skilgreininga á pyntingum og ómannlegri og lítilsvirðandi meðferð. Það að ofbeldið fer fram á heimili, gegn öðrum heimilismönnum, dregur enda hvorki úr alvarleika þess eða áhrifum, né leggur það ríkjum öðruvísi skyldur á herðar en hvað varðar annars konar ofbeldi og vernd mannréttinda. Á Íslandi hafa stjórnvöld leitast við að mæta skyldum sínum, m.a. með gerð aðgerðaáætlunar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum. Enn er þó langt í land í baráttunni gegn slíku ofbeldi og árangur næst ekki nema allir leggist á eitt, jafnt stjórnvöld sem við öll sem byggjum þetta samfélag.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun