Viðskipti innlent

Ræða fiskveiðistjórnunarkerfið í Iðnó

Jón Bjarnason er frummælandi á ráðstefnunni.
Jón Bjarnason er frummælandi á ráðstefnunni.
Ráðstefna um fiskveiðistjórnunarkerfið verður haldin í Iðnó í dag klukkan þrjú. Frummælandi er Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra en erindi flytja þau Grétar Mar Jónsson skipstjóri, Elín Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdarstjóri S.F.Ú. og Lúðvík Kaaber, lögmaður.

Að loknum erindum verða pallborðsumræður og eru allir boðnir velkomnir.

Að ráðstefnunni standa S.Í.F., S.F.Ú. og Útvarp Saga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×