Refsilækkunarástæður Leifur Runólfsson skrifar 29. desember 2011 06:00 Í dag eru fjölmiðlar oft á tíðum nokkurs konar gapastokkur nútímans. Fyrr á öldum var ekki óalgengt að sakamenn væru settir í gapastokk. Hinn íslenski gapastokkur samanstóð af hálsjárni sem var fest utan um brotamanninn og keðju er var fest í vegg. Passað var upp á að gapastokkurinn væri á almenningsstöðum til að sem flestir sæju viðkomandi brotamann. Það þótti mikil smán að lenda í gapastokknum og menn áttu erfitt uppdráttar á viðkomandi svæði lengi á eftir. Í Fréttablaðinu hinn 23. desember sl. er grein sem ber yfirskriftina „Engin refsing jafn íþyngjandi og ágangur fjölmiðla". Tilefni fréttagreinarinnar er að verjandi sakbornings, sem er ákærður fyrir innherjasvik er hann var ráðuneytisstjóri, fer fram á refsilækkun í greinargerð sem hann hefur skilað inn til Hæstaréttar. Í umræddri fréttagrein segir að ríkissaksóknari hafni því að sakborningur fái refsilækkun sökum óvæginnar fjölmiðlaumræðu, meðal annars vegna þess að engin fordæmi séu fyrir því í dómum Hæstaréttar að fjölmiðlaumfjöllun sé metin sakborningi til refsilækkunar. Undirritaður vill benda ríkissaksóknara á að þetta er ekki rétt. Í eftirfarandi dómi fékk sakborningur refsilækkun sökum óvæginnar fjölmiðlaumræðu. Hrd. 1980, bls. 89, sem er hið svokallaða Guðmundar- og Geirfinnsmál, er einn ákærðu sakfelldur fyrir kaup á fíkniefnum og ólöglegum innflutningi þeirra. Í dómnum segir m.a. „refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin með hliðsjón af 71. gr. almennra hegningarlaga 4 mánaða fangelsi, en með tilliti til þess óhagræðis, sem ákærði hefur þurft að þola, m.a. vegna frásagna í fjölmiðlum um mál þetta, þar sem nafn hans hefur margoft verið nefnt, þykir mega ákveða að refsingin skuli vera skilorðsbundin og falla niður að 2 árum liðnum...." Svo má geta sérálits Jóns Steinar Gunnlaugssonar í hæstaréttardómi nr. 2/2005 þar sem segir eftirfarandi: „Fallast má á með ákærða að opinber umfjöllun um brot hans, þar sem meðal annars var birt mynd af honum undir nafni, hafi verið einhliða og ósanngjörn og til þess fallin að valda honum þjáningum og skaða á þann hátt, sem hann hefur lýst. Með hliðsjón af c-lið 1. mgr. 113. gr. laga nr. 19/1991 hefði þetta átt að skipta máli, ákærða til hagsbóta..." Að ofansögðu má ljóst vera að óvægin fjölmiðlaumfjöllun getur orðið til þess að sakborningur fái refsilækkun. Fer það fyrst og fremst eftir mati dómsins og stöðu sakbornings í þjóðfélaginu. Opinber persóna fær síður refsilækkun sökum fjölmiðlaumræðu, eða svo má álykta út frá dómi Hæstaréttar í máli nr. 393/2002 þar sem þingmaður var sakfelldur fyrir fjárdrátt. Höfundur þessara greinar skrifaði mastersritgerð sem ber nafnið Ólögmæltar refsilækkunarástæður, leiðbeinandi var Brynjar Níelsson formaður Lögmannafélagsins. Greinarhöfundur starfar í dag sem héraðsdómslögmaður og tekur meðal annars að sér verjendastörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í dag eru fjölmiðlar oft á tíðum nokkurs konar gapastokkur nútímans. Fyrr á öldum var ekki óalgengt að sakamenn væru settir í gapastokk. Hinn íslenski gapastokkur samanstóð af hálsjárni sem var fest utan um brotamanninn og keðju er var fest í vegg. Passað var upp á að gapastokkurinn væri á almenningsstöðum til að sem flestir sæju viðkomandi brotamann. Það þótti mikil smán að lenda í gapastokknum og menn áttu erfitt uppdráttar á viðkomandi svæði lengi á eftir. Í Fréttablaðinu hinn 23. desember sl. er grein sem ber yfirskriftina „Engin refsing jafn íþyngjandi og ágangur fjölmiðla". Tilefni fréttagreinarinnar er að verjandi sakbornings, sem er ákærður fyrir innherjasvik er hann var ráðuneytisstjóri, fer fram á refsilækkun í greinargerð sem hann hefur skilað inn til Hæstaréttar. Í umræddri fréttagrein segir að ríkissaksóknari hafni því að sakborningur fái refsilækkun sökum óvæginnar fjölmiðlaumræðu, meðal annars vegna þess að engin fordæmi séu fyrir því í dómum Hæstaréttar að fjölmiðlaumfjöllun sé metin sakborningi til refsilækkunar. Undirritaður vill benda ríkissaksóknara á að þetta er ekki rétt. Í eftirfarandi dómi fékk sakborningur refsilækkun sökum óvæginnar fjölmiðlaumræðu. Hrd. 1980, bls. 89, sem er hið svokallaða Guðmundar- og Geirfinnsmál, er einn ákærðu sakfelldur fyrir kaup á fíkniefnum og ólöglegum innflutningi þeirra. Í dómnum segir m.a. „refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin með hliðsjón af 71. gr. almennra hegningarlaga 4 mánaða fangelsi, en með tilliti til þess óhagræðis, sem ákærði hefur þurft að þola, m.a. vegna frásagna í fjölmiðlum um mál þetta, þar sem nafn hans hefur margoft verið nefnt, þykir mega ákveða að refsingin skuli vera skilorðsbundin og falla niður að 2 árum liðnum...." Svo má geta sérálits Jóns Steinar Gunnlaugssonar í hæstaréttardómi nr. 2/2005 þar sem segir eftirfarandi: „Fallast má á með ákærða að opinber umfjöllun um brot hans, þar sem meðal annars var birt mynd af honum undir nafni, hafi verið einhliða og ósanngjörn og til þess fallin að valda honum þjáningum og skaða á þann hátt, sem hann hefur lýst. Með hliðsjón af c-lið 1. mgr. 113. gr. laga nr. 19/1991 hefði þetta átt að skipta máli, ákærða til hagsbóta..." Að ofansögðu má ljóst vera að óvægin fjölmiðlaumfjöllun getur orðið til þess að sakborningur fái refsilækkun. Fer það fyrst og fremst eftir mati dómsins og stöðu sakbornings í þjóðfélaginu. Opinber persóna fær síður refsilækkun sökum fjölmiðlaumræðu, eða svo má álykta út frá dómi Hæstaréttar í máli nr. 393/2002 þar sem þingmaður var sakfelldur fyrir fjárdrátt. Höfundur þessara greinar skrifaði mastersritgerð sem ber nafnið Ólögmæltar refsilækkunarástæður, leiðbeinandi var Brynjar Níelsson formaður Lögmannafélagsins. Greinarhöfundur starfar í dag sem héraðsdómslögmaður og tekur meðal annars að sér verjendastörf.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun