Button vann í Ungverjalandi - Vettel jók forskotið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2011 13:56 Jenson Button og Sebastian Vettel. Mynd/AP Bretinn Jenson Button á McLaren-bíl vann ungverska kappaksturinn í formúlu eitt sem fram fór á Hungaroring-brautinni í dag. Þjóðverjinn Sebastian Vettel, sem er langefstur í baráttunni um heimsbikarinn, varð annar og jók því forskot sitt á Mark Webber sem endaði í 5. sæti í dag. Jenson Button var að vinna sinn annan kappakstur á tímabilinu en hann vann einnig kanadíska kappaksturinn á dögunum. Button hafði ekki náð að klára undanfarnar tvær keppnir og sigurinn var því langþráður fyrir hann en þetta var tvöhundraðasti kappakasturinn hans á ferlinum. Þetta er ellefti sigur Button á ferlinum en hann vann einmitt sinn fyrsta sigur í Ungverjalandi árið 2006. Sebastian Vettel hjá Red Bull er nú með 85 stiga forskot á Mark Webber í keppni ökumanna en nú munar aðeins fjórum stigum á mönnunum í 2. til 4. sæti. Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari var þriðji og komst því á pall fjórða kappaksturinn í röð. Alonso eru nú aðeins einu stigi á eftir Lewis Hamilton í keppni ökumanna en Lewis hélt naumlega þriðja sætinu í stigakeppninni. Lewis Hamilton var lengi í forystunni en gerði afdrifarík mistök og fékk að auki á sig akstursvíti. Eftir það átti hann ekki möguleika lengur á sigri og endaði að lokum í fjórða sæti eftir að hafa komist upp fyrir Mark Webber.Lokastaðan í ungverska kappakstrinum: 1. J Button - McLaren 2. S Vettel - Red Bull 3, F Alonso - Ferrari 4. L Hamilton - McLaren 5. M Webber - Red Bull 6. F Massa - Ferrari 7. P Di Resta - Force India 8. S Buemi - Toro Rosso 9. N Rosberg - Mercedes 10. J Alguersuari - Toro RossoStaðan í keppni ökumanna: 1. S Vettel - Red Bull - 234 stig 2. M Webber - Red Bull - 149 3. L Hamilton - McLaren - 146 4. F Alonso - Ferrari - 145 5. J Button - McLaren - 134 6. F Massa - Ferrari - 70 7. N Rosberg - Mercedes - 48 8. N Heidfeld - Renault - 34 9. V Petrov - Renault - 32 10. M Schumacher - Mercedes - 32 Formúla Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Bretinn Jenson Button á McLaren-bíl vann ungverska kappaksturinn í formúlu eitt sem fram fór á Hungaroring-brautinni í dag. Þjóðverjinn Sebastian Vettel, sem er langefstur í baráttunni um heimsbikarinn, varð annar og jók því forskot sitt á Mark Webber sem endaði í 5. sæti í dag. Jenson Button var að vinna sinn annan kappakstur á tímabilinu en hann vann einnig kanadíska kappaksturinn á dögunum. Button hafði ekki náð að klára undanfarnar tvær keppnir og sigurinn var því langþráður fyrir hann en þetta var tvöhundraðasti kappakasturinn hans á ferlinum. Þetta er ellefti sigur Button á ferlinum en hann vann einmitt sinn fyrsta sigur í Ungverjalandi árið 2006. Sebastian Vettel hjá Red Bull er nú með 85 stiga forskot á Mark Webber í keppni ökumanna en nú munar aðeins fjórum stigum á mönnunum í 2. til 4. sæti. Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari var þriðji og komst því á pall fjórða kappaksturinn í röð. Alonso eru nú aðeins einu stigi á eftir Lewis Hamilton í keppni ökumanna en Lewis hélt naumlega þriðja sætinu í stigakeppninni. Lewis Hamilton var lengi í forystunni en gerði afdrifarík mistök og fékk að auki á sig akstursvíti. Eftir það átti hann ekki möguleika lengur á sigri og endaði að lokum í fjórða sæti eftir að hafa komist upp fyrir Mark Webber.Lokastaðan í ungverska kappakstrinum: 1. J Button - McLaren 2. S Vettel - Red Bull 3, F Alonso - Ferrari 4. L Hamilton - McLaren 5. M Webber - Red Bull 6. F Massa - Ferrari 7. P Di Resta - Force India 8. S Buemi - Toro Rosso 9. N Rosberg - Mercedes 10. J Alguersuari - Toro RossoStaðan í keppni ökumanna: 1. S Vettel - Red Bull - 234 stig 2. M Webber - Red Bull - 149 3. L Hamilton - McLaren - 146 4. F Alonso - Ferrari - 145 5. J Button - McLaren - 134 6. F Massa - Ferrari - 70 7. N Rosberg - Mercedes - 48 8. N Heidfeld - Renault - 34 9. V Petrov - Renault - 32 10. M Schumacher - Mercedes - 32
Formúla Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira