Moody's og lánshæfismat Íslands Kári Sigurðsson skrifar 5. apríl 2011 07:00 Moody's hefur gefið út umfjöllun um líkleg áhrif niðurstöðu úr Icesave-þjóðaratkvæðagreiðslu á lánshæfismat íslenska ríkisins og er til hennar vitnað í fréttum af fjármögnun Landsvirkjunar. Úttektin er tvær blaðsíður. Fyrirtækið telur líklegt að lánshæfismat fari úr neikvæðu í stöðugt við samþykkt en verði fært niður ef lögum er hafnað. Hér verða rök fyrirtækisins ásamt mótrökum rakin í stuttu máli með það að markmiði að halda upplýstri umræðu. Fyrirtækið telur samþykkt samnings draga úr óvissu samanborið við dómstólaleið. Ekki er gerð grein fyrir óvissu í þessari úttekt. Þá er ekki fjallað um gjaldeyrisáhættu sem felst í núverandi samningum. Samkvæmt mati Seðlabanka Íslands mun Icesave-skuldbinding þrefaldast ef gengi krónunnar fellur um 25%. Sé gengi krónunnar skoðað í sögulegu samhengi er þess háttar veiking vel möguleg. Í úttektinni er talið að samþykkt samnings skapi grundvöll fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Ekki er bent á að gengisáhætta í núverandi samningum gerir það að verkum að gengið þarf helst að vera í spennitreyju (þetta er skrifað fyrir tilkynningu um afnám hafta á föstudag). Núverandi Icesave-samningur er talinn vera betri en upprunalegur samningur. Ekki eru færð rök fyrir því af hverju upprunalegur samningur er viðeigandi viðmið. Talið er að samþykkt samnings opni dyr að alþjóðlegum lánsfjármörkuðum án frekari skýringa. Aðgangur Íslands að alþjóðlegu fjármagni er ekki settur í sögulegt samhengi né í samhengi við alþjóðlegan lánsfjárvanda ríkja. Ef frá er talið tímabil óeðlilegrar lánsfjárbólu og stóriðjuframkvæmdir með sértækri lagasetningu þá hefur ekki verið mikið um erlenda fjárfesting á Íslandi. Ekki er ljóst hvort samþykkt samnings muni gjörbreyta þessari sögulegu stöðu. Fyrirtækið telur að ef samningi verður hafnað muni Norðurlönd og Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn (AGS) draga tilbaka vilyrði fyrir lánum. Þessi fullyrðing stangast á við fyrri reynslu. Lán frá AGS hafa þegar verið afgreidd óháð samþykkt Icesave. Moody's tekur fram að það séu margir aðrir þættir sem hafa áhrif á lánshæfismat Íslands. Líklegt verður að teljast að langtíma lánshæfismat Íslands byggist á vönduðum vinnubrögðum og hóflegri skuldsetningu. Það er því mikilvægt að vandað sé til verka við samþykkt hvers konar skuldbindingar og gengið úr skugga um að óvissuþættir eins og gengi krónunnar geti ekki leitt til þess að Icesave fari úr því að verða viðráðanlegur baggi yfir í kynslóðarskuldbindingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Moody's hefur gefið út umfjöllun um líkleg áhrif niðurstöðu úr Icesave-þjóðaratkvæðagreiðslu á lánshæfismat íslenska ríkisins og er til hennar vitnað í fréttum af fjármögnun Landsvirkjunar. Úttektin er tvær blaðsíður. Fyrirtækið telur líklegt að lánshæfismat fari úr neikvæðu í stöðugt við samþykkt en verði fært niður ef lögum er hafnað. Hér verða rök fyrirtækisins ásamt mótrökum rakin í stuttu máli með það að markmiði að halda upplýstri umræðu. Fyrirtækið telur samþykkt samnings draga úr óvissu samanborið við dómstólaleið. Ekki er gerð grein fyrir óvissu í þessari úttekt. Þá er ekki fjallað um gjaldeyrisáhættu sem felst í núverandi samningum. Samkvæmt mati Seðlabanka Íslands mun Icesave-skuldbinding þrefaldast ef gengi krónunnar fellur um 25%. Sé gengi krónunnar skoðað í sögulegu samhengi er þess háttar veiking vel möguleg. Í úttektinni er talið að samþykkt samnings skapi grundvöll fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Ekki er bent á að gengisáhætta í núverandi samningum gerir það að verkum að gengið þarf helst að vera í spennitreyju (þetta er skrifað fyrir tilkynningu um afnám hafta á föstudag). Núverandi Icesave-samningur er talinn vera betri en upprunalegur samningur. Ekki eru færð rök fyrir því af hverju upprunalegur samningur er viðeigandi viðmið. Talið er að samþykkt samnings opni dyr að alþjóðlegum lánsfjármörkuðum án frekari skýringa. Aðgangur Íslands að alþjóðlegu fjármagni er ekki settur í sögulegt samhengi né í samhengi við alþjóðlegan lánsfjárvanda ríkja. Ef frá er talið tímabil óeðlilegrar lánsfjárbólu og stóriðjuframkvæmdir með sértækri lagasetningu þá hefur ekki verið mikið um erlenda fjárfesting á Íslandi. Ekki er ljóst hvort samþykkt samnings muni gjörbreyta þessari sögulegu stöðu. Fyrirtækið telur að ef samningi verður hafnað muni Norðurlönd og Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn (AGS) draga tilbaka vilyrði fyrir lánum. Þessi fullyrðing stangast á við fyrri reynslu. Lán frá AGS hafa þegar verið afgreidd óháð samþykkt Icesave. Moody's tekur fram að það séu margir aðrir þættir sem hafa áhrif á lánshæfismat Íslands. Líklegt verður að teljast að langtíma lánshæfismat Íslands byggist á vönduðum vinnubrögðum og hóflegri skuldsetningu. Það er því mikilvægt að vandað sé til verka við samþykkt hvers konar skuldbindingar og gengið úr skugga um að óvissuþættir eins og gengi krónunnar geti ekki leitt til þess að Icesave fari úr því að verða viðráðanlegur baggi yfir í kynslóðarskuldbindingu.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun