Konu í Skálholt! Hjalti Hugason skrifar 7. apríl 2011 08:00 Kjör til embættis vígslubiskups í Skálholti stendur nú yfir. Embætti vígslubiskupa eru um margt ómótuð. Illu heilli reyndist ekki grundvöllur fyrir stefnumótandi umræðu í aðdraganda kjörsins. Því er mikilvægt að kosningin sjálf marki stefnu. Það verður best gert með því að kjósa konu. Kona var fyrst vígð til prests í þjóðkirkjunni fyrir hálfum fjórða áratug. Nú eru konur nærri þriðjungur starfandi presta. Það er því eðlilegt skref í jafnréttisátt að kjósa nú konu til að gegna biskupsembætti. Þjóðkirkjan hefur mótað sér metnaðarfulla jafnréttisstefnu. Meðal markmiða hennar er „að stuðla að jafnri stöðu kvenna og karla í stjórnunar- og áhrifastöðum“. Vígslubiskupskjörið veitir kærkomið tækifæri til að nálgast þetta markmið. Einhverjir munu segja að torvelt sé að leggja jafnréttisáætlun til grundvallar við val á vígslubiskupi þar sem um kosningu er að ræða. Það er ekki rétt. Kjör vígslubiskups er ekki almenn kosning heldur tekur lokaður hópur kjörmanna sem allir gegna leiðtoga- og trúnaðarstörfum í kirkjunni þátt í kjörinu. Vel er hægt að gera þá kröfu til hvers þess sem er kallaður til slíks hlutverks í þjóðkirkjunni að hann eða hún leggi markaða stefnu kirkjunnar til grundvallar við ákvörðun sína – jafnvel þótt hún sé sett fram í formi skriflegrar kosningar. Sé þetta ekki mögulegt virðist jafnréttisstefna þjóðkirkjunnar vera skrautfjöður sem ætti að fella úr gildi. Þjóðkirkjan á nú við margháttaðan vanda að etja sem að sumu leyti má rekja til veikrar stöðu kvenna í kirkjunni. Þá eru athugasemdir gerðar við stöðu hennar sem þjóðkirkju. Við þær aðstæður skiptir miklu að þjóðkirkjan tengist þjóðinni sem sterkustum böndum. Það verður best gert með því að sem flestir, konur og karlar, finni sig heima innan veggja hennar. Þess vegna er það grundvallaratriði að tryggja að bæði konur og karlar gegni helstu forystuhlutverkum í þjóðkirkjunni. @Megin-Ol Idag 8,3p :Því er krafa tímans: Konu í Skálholt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Að semja eða svíkja Erlendir lánveitendur íslenskra banka og fyrirtækja hafa nú þegar tapað milli 7 og 10 þúsund milljörðum króna á því að treysta Íslendingum fyrir fjármunum. 7. apríl 2011 07:00 Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kjör til embættis vígslubiskups í Skálholti stendur nú yfir. Embætti vígslubiskupa eru um margt ómótuð. Illu heilli reyndist ekki grundvöllur fyrir stefnumótandi umræðu í aðdraganda kjörsins. Því er mikilvægt að kosningin sjálf marki stefnu. Það verður best gert með því að kjósa konu. Kona var fyrst vígð til prests í þjóðkirkjunni fyrir hálfum fjórða áratug. Nú eru konur nærri þriðjungur starfandi presta. Það er því eðlilegt skref í jafnréttisátt að kjósa nú konu til að gegna biskupsembætti. Þjóðkirkjan hefur mótað sér metnaðarfulla jafnréttisstefnu. Meðal markmiða hennar er „að stuðla að jafnri stöðu kvenna og karla í stjórnunar- og áhrifastöðum“. Vígslubiskupskjörið veitir kærkomið tækifæri til að nálgast þetta markmið. Einhverjir munu segja að torvelt sé að leggja jafnréttisáætlun til grundvallar við val á vígslubiskupi þar sem um kosningu er að ræða. Það er ekki rétt. Kjör vígslubiskups er ekki almenn kosning heldur tekur lokaður hópur kjörmanna sem allir gegna leiðtoga- og trúnaðarstörfum í kirkjunni þátt í kjörinu. Vel er hægt að gera þá kröfu til hvers þess sem er kallaður til slíks hlutverks í þjóðkirkjunni að hann eða hún leggi markaða stefnu kirkjunnar til grundvallar við ákvörðun sína – jafnvel þótt hún sé sett fram í formi skriflegrar kosningar. Sé þetta ekki mögulegt virðist jafnréttisstefna þjóðkirkjunnar vera skrautfjöður sem ætti að fella úr gildi. Þjóðkirkjan á nú við margháttaðan vanda að etja sem að sumu leyti má rekja til veikrar stöðu kvenna í kirkjunni. Þá eru athugasemdir gerðar við stöðu hennar sem þjóðkirkju. Við þær aðstæður skiptir miklu að þjóðkirkjan tengist þjóðinni sem sterkustum böndum. Það verður best gert með því að sem flestir, konur og karlar, finni sig heima innan veggja hennar. Þess vegna er það grundvallaratriði að tryggja að bæði konur og karlar gegni helstu forystuhlutverkum í þjóðkirkjunni. @Megin-Ol Idag 8,3p :Því er krafa tímans: Konu í Skálholt!
Að semja eða svíkja Erlendir lánveitendur íslenskra banka og fyrirtækja hafa nú þegar tapað milli 7 og 10 þúsund milljörðum króna á því að treysta Íslendingum fyrir fjármunum. 7. apríl 2011 07:00
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar