Ólafur Bjarki: Allir tilbúnir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2011 14:15 Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK. Ólafur Bjarki Ragnarsson, skyttan öfluga í liði HK, á von á hörkuleik gegn Akureyri í úrslitakeppni N1-deildar karla í kvöld. Um oddaleik er að ræða í rimmu liðanna í undanúrslitum og því heilmikið undir. Akureyri er núverandi deildarmeistari og spilar því á heimavelli í kvöld. Norðanmenn verða því að teljast sigurstranglegri aðilinn en Ólafur segir að HK-menn munu ekkert gefa eftir. Akureyri vann fyrsta leikinn á heimavelli, 26-24, en HK-ingar svöruðu af miklum krafti á laugardaginn með átta marka sigri, 31-23. Ólafur Bjarki skoraði samtals sautján mörk í þessum tveimur leikjum. „Við náðum loksins að vinna þá síðast," sagði hann en það var fyrsti sigur HK á Akureyri í fimm tilraunum í vetur. „Ég samt efast stórlega um það að Akureyri eigi tvo svona slæma leiki í röð og því á ég von á hörkuslag." „Lykilatriði fyrir okkur er að halda hraðaupphlaupunum þeirra niðri. Vörnin og markvarslan mun hafa mikið að segja fyrir okkur og svo þarf að hafa líka smá heppni með sér." Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar, hefur átt frábært tímabil en svo virðist sem að Ólafur Bjarki finni sig vel gegn honum. „Mér hefur gengið ágætlega með hann. Ég spilaði með honum í nokkur ár og þekki hann því ágætlega," sagði hann í léttum dúr. Ólafur Bjarki meiddist lítillega á hné í fyrri leiknum á Akureyri en segir að það hafi ekkert háð sér. „Þetta er fyrsta tímabilið í langan tíma þar sem ég hef verið laus við meiðsli og hnéð er ekkert að hrjá mig. Það eru einfaldlega allir tilbúnir í þennan leik og ekki hægt að gera meira. Ég vona bara að það skili sér inn á vellinum." „Ég á von á jöfnum leik. Það er ólíklegt að eitthvað annað gerist. Þetta mun reyna á taugarnar." Olís-deild karla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Ólafur Bjarki Ragnarsson, skyttan öfluga í liði HK, á von á hörkuleik gegn Akureyri í úrslitakeppni N1-deildar karla í kvöld. Um oddaleik er að ræða í rimmu liðanna í undanúrslitum og því heilmikið undir. Akureyri er núverandi deildarmeistari og spilar því á heimavelli í kvöld. Norðanmenn verða því að teljast sigurstranglegri aðilinn en Ólafur segir að HK-menn munu ekkert gefa eftir. Akureyri vann fyrsta leikinn á heimavelli, 26-24, en HK-ingar svöruðu af miklum krafti á laugardaginn með átta marka sigri, 31-23. Ólafur Bjarki skoraði samtals sautján mörk í þessum tveimur leikjum. „Við náðum loksins að vinna þá síðast," sagði hann en það var fyrsti sigur HK á Akureyri í fimm tilraunum í vetur. „Ég samt efast stórlega um það að Akureyri eigi tvo svona slæma leiki í röð og því á ég von á hörkuslag." „Lykilatriði fyrir okkur er að halda hraðaupphlaupunum þeirra niðri. Vörnin og markvarslan mun hafa mikið að segja fyrir okkur og svo þarf að hafa líka smá heppni með sér." Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar, hefur átt frábært tímabil en svo virðist sem að Ólafur Bjarki finni sig vel gegn honum. „Mér hefur gengið ágætlega með hann. Ég spilaði með honum í nokkur ár og þekki hann því ágætlega," sagði hann í léttum dúr. Ólafur Bjarki meiddist lítillega á hné í fyrri leiknum á Akureyri en segir að það hafi ekkert háð sér. „Þetta er fyrsta tímabilið í langan tíma þar sem ég hef verið laus við meiðsli og hnéð er ekkert að hrjá mig. Það eru einfaldlega allir tilbúnir í þennan leik og ekki hægt að gera meira. Ég vona bara að það skili sér inn á vellinum." „Ég á von á jöfnum leik. Það er ólíklegt að eitthvað annað gerist. Þetta mun reyna á taugarnar."
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni