Steingrímur vill selja hluta Landsbankans gegnum Kauphöllina Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. desember 2011 19:30 Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, telur æskilegt að einhver hluti ríkisbankans Landsbankans verði seldur almenningi í gegnum Kauphöll Íslands. Þá telur Steingrímur rétt að selja eignarhluti ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka gegnum Kauphöllina. Íslenska ríkið á sem stendur 13 prósenta hlut í Arion banka og 5 prósenta hlut í Íslandsbanka. Þá á ríkið 81,3 prósenta hlut í Landsbankanum, en það er Bankasýsla ríkisins sem heldur utan um þessar eignir. Í fyllingu tímans verða hlutir ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka seldir. Rætt hefur verið um að skynsamlegt sé að gera það í gegnum Kauphöll Íslands. Frumskráning á Högum stendur yfir og það var mikil umframeftirspurn eftir bréfum í fyrirtækinu, sem gæti verið vísbending um að traust á hlutabréfamarkaðnum sé að aukast. Er ekki æskilegt að selja þessa litlu hluti ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka í gegnum Kauphöllina? „Það getur vel farið svo, þegar bankarnir verða sjálfir komnir í stand til þess og vilja skrá sig á markað," segir Steingrímur. Hvenær heldur að það verði? „Vonandi sem fyrst. Ég held að efnahagsreikningar þeirra séu að styrkjast og verða hreinni. Maður hefur bundið vonir við að á næsta ári yrði skuldaendurskipulagningu og afskriftum að mestu lokið og kannski fleiri mál komin á hreint sem varða stöðu bankanna. Þegar Fjármálaeftirlitið gæfi grænt ljós á greiðslu arðs þá gefur maður sér að það yrði vegna þess að FME teldi efnahagsreikninga þeirra orðna trausta og þeir eytt að mestu óvissunni varðandi sitt eignasafn með endurskipulagningu skulda og svo framvegis." Það er þín framtíðarsýn að þetta fari í gegnum Kauphöllina? „Það væri mjög æskilegt. (...) Varðandi Landsbankann væri mjög spennandi að hann yrði skráður og það gæti verið leið til þess að setja einhver bréf af honum í umferð," segir Steingrímur. thorbjorn@stod2.is Klinkið Tengdar fréttir "Að fara undir evrópskt pils“ mun ekki auka ábyrgðarkennd Íslendinga Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist eiga mjög erfitt með að sjá að samningur við ESB yrði þannig að hann myndi breyta þeirri grundvallarafstöðu sinni að Íslandi sé betur borgið utan ESB. Hann segir ekki aðeins praktísk rök, þ.e kalt hagsmunamat, ráða viðhorfum sínum, heldur einnig lífsgildi. 10. desember 2011 19:00 Segir Árna Pál "atorkusaman" og vill ekki sjá Icesave aftur Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að yfirstjórn á efnahagsmálum þurfi að vera á einum stað. Hann segir Árna Pál Árnason, "atorkusaman mann" en þeir hafi ekki alltaf verið sammála um alla hluti. 10. desember 2011 20:15 Vill sameina Seðlabankann og FME að nýju Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, er þeirrar skoðunar að sameina eigi Fjármálaeftirlitið og Seðlabanka Íslands að nýju. Hann segir að það myndi stytta boðleiðir og auðvelda stjórnvöldum að meta kerfislæga áhættu. 10. desember 2011 18:30 Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, telur æskilegt að einhver hluti ríkisbankans Landsbankans verði seldur almenningi í gegnum Kauphöll Íslands. Þá telur Steingrímur rétt að selja eignarhluti ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka gegnum Kauphöllina. Íslenska ríkið á sem stendur 13 prósenta hlut í Arion banka og 5 prósenta hlut í Íslandsbanka. Þá á ríkið 81,3 prósenta hlut í Landsbankanum, en það er Bankasýsla ríkisins sem heldur utan um þessar eignir. Í fyllingu tímans verða hlutir ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka seldir. Rætt hefur verið um að skynsamlegt sé að gera það í gegnum Kauphöll Íslands. Frumskráning á Högum stendur yfir og það var mikil umframeftirspurn eftir bréfum í fyrirtækinu, sem gæti verið vísbending um að traust á hlutabréfamarkaðnum sé að aukast. Er ekki æskilegt að selja þessa litlu hluti ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka í gegnum Kauphöllina? „Það getur vel farið svo, þegar bankarnir verða sjálfir komnir í stand til þess og vilja skrá sig á markað," segir Steingrímur. Hvenær heldur að það verði? „Vonandi sem fyrst. Ég held að efnahagsreikningar þeirra séu að styrkjast og verða hreinni. Maður hefur bundið vonir við að á næsta ári yrði skuldaendurskipulagningu og afskriftum að mestu lokið og kannski fleiri mál komin á hreint sem varða stöðu bankanna. Þegar Fjármálaeftirlitið gæfi grænt ljós á greiðslu arðs þá gefur maður sér að það yrði vegna þess að FME teldi efnahagsreikninga þeirra orðna trausta og þeir eytt að mestu óvissunni varðandi sitt eignasafn með endurskipulagningu skulda og svo framvegis." Það er þín framtíðarsýn að þetta fari í gegnum Kauphöllina? „Það væri mjög æskilegt. (...) Varðandi Landsbankann væri mjög spennandi að hann yrði skráður og það gæti verið leið til þess að setja einhver bréf af honum í umferð," segir Steingrímur. thorbjorn@stod2.is
Klinkið Tengdar fréttir "Að fara undir evrópskt pils“ mun ekki auka ábyrgðarkennd Íslendinga Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist eiga mjög erfitt með að sjá að samningur við ESB yrði þannig að hann myndi breyta þeirri grundvallarafstöðu sinni að Íslandi sé betur borgið utan ESB. Hann segir ekki aðeins praktísk rök, þ.e kalt hagsmunamat, ráða viðhorfum sínum, heldur einnig lífsgildi. 10. desember 2011 19:00 Segir Árna Pál "atorkusaman" og vill ekki sjá Icesave aftur Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að yfirstjórn á efnahagsmálum þurfi að vera á einum stað. Hann segir Árna Pál Árnason, "atorkusaman mann" en þeir hafi ekki alltaf verið sammála um alla hluti. 10. desember 2011 20:15 Vill sameina Seðlabankann og FME að nýju Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, er þeirrar skoðunar að sameina eigi Fjármálaeftirlitið og Seðlabanka Íslands að nýju. Hann segir að það myndi stytta boðleiðir og auðvelda stjórnvöldum að meta kerfislæga áhættu. 10. desember 2011 18:30 Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
"Að fara undir evrópskt pils“ mun ekki auka ábyrgðarkennd Íslendinga Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist eiga mjög erfitt með að sjá að samningur við ESB yrði þannig að hann myndi breyta þeirri grundvallarafstöðu sinni að Íslandi sé betur borgið utan ESB. Hann segir ekki aðeins praktísk rök, þ.e kalt hagsmunamat, ráða viðhorfum sínum, heldur einnig lífsgildi. 10. desember 2011 19:00
Segir Árna Pál "atorkusaman" og vill ekki sjá Icesave aftur Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að yfirstjórn á efnahagsmálum þurfi að vera á einum stað. Hann segir Árna Pál Árnason, "atorkusaman mann" en þeir hafi ekki alltaf verið sammála um alla hluti. 10. desember 2011 20:15
Vill sameina Seðlabankann og FME að nýju Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, er þeirrar skoðunar að sameina eigi Fjármálaeftirlitið og Seðlabanka Íslands að nýju. Hann segir að það myndi stytta boðleiðir og auðvelda stjórnvöldum að meta kerfislæga áhættu. 10. desember 2011 18:30