NBA: Garnett pakkaði Bosh saman í léttum sigri Boston á Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2011 11:00 Kevin Garnett og Paul Pierce voru frábærir í nótt. Mynd/AP Boston Celtics fór illa með Miami Heat í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi þeirra í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var fyrsti leikurinn í Boston en Miami vann tvo fyrstu leikina á heimavelli sínum. Memphis er komið í 2-1 á móti Oklahoma City Thunder eftir endurkomusigur í framlengingu. Kevin Garnett fór á kostum í 97-81 sigri Boston Celtics á Miami Heat í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Garnett var með 28 stig og 18 fráköst í leiknum auk þess að halda Chris Bosh í 6 stigum og 5 fráköstum. Paul Pierce var einnig sjóðheitur með 27 stig (5 af 7 í 3ja stiga skotum) og þá var Rajon Rondo með 6 stig og 11 stosðendingar en hann kláraði leikinn þrátt fyrir að fara úr olnbogalið í þriðja leikhluta. Ray Allen skoraði 15 stig fyrir Boston.Mynd/APDwyane Wade var með 23 stig og 7 stoðsendingar hjá Miami en LeBron James var langt frá sínu besta með 15 stig og 7 fráköst. Þeir hittu saman aðeins úr 14 af 35 skotum sínum. Joel Anthony kom sterkur inn af bekknum hjá Miami og var með 12 stig og 11 fráköst. „Við gerum vel grein fyrir því hvað það er erfitt að fella meistara. Þeir fengu þrjá daga til að hlaða batteríin og við vissum að þetta er stollt lið sem ætlaði að svara töpunum í Miami," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami.Zach Randolph.Mynd/APZach Randolph var með tröllatvennu, 21 stig og 21 fráköst, þegar Memphis Grizzlies vann 101-93 sigur á Oklahoma City Thunder í framlenginu og tók um leið 2-1 forystu í undanúrslitaeinvígi liðanna í Vesturdeildinni. Oklahoma City var með 16 stig forskot í leiknum en Memphis átti frábæran endasprett, tryggði sér framlengingu, þar sem liðið skoraði 6 fyrstu stigin og leit ekki til baka eftir það. O.J. Mayo kom með 18 stig inn af bekknum hjá Memphis og bakvörðurinn Mike Conley var einnig með 18 stig. Marc Gasol bætti við 16 stigum og Tony Allen skoraði 10 stig og spilaði flotta vörn. Russell Westbrook var með 23 stig og 12 stoðsendingar hjá Oklahoma City en Kevin Durant, sem skoraði 22 stig, tók bara 3 skot í framlengingunni og klikkaði á þeim öllum. „Þetta var mjög svekkjandi tap. Ég er að reyna að vera jákvæður en þetta var sárt. Við vorum 13 stigum yfir þegar fjórði leikhlutinn byrjaði og það virtist allt vera í fínu lagi hjá okkur," sagði Kevin Durant. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar:Mynd/APAusturdeildin Atlanta Hawks-Chicago Bulls mætast í kvöld í Atlanta (Staðan er 1-2) Boston Celtics-Miami Heat 97-81 (Staðan er 1-2)Vesturdeildin Dallas Mavericks-Los Angeles Lakers mætast í kvöld í Dallas (Staðan er 3-0) Memphis Grizzlies-Oklahoma City Thunder 101-93 (framlengt) (Staðan er 2-1) NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Boston Celtics fór illa með Miami Heat í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi þeirra í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var fyrsti leikurinn í Boston en Miami vann tvo fyrstu leikina á heimavelli sínum. Memphis er komið í 2-1 á móti Oklahoma City Thunder eftir endurkomusigur í framlengingu. Kevin Garnett fór á kostum í 97-81 sigri Boston Celtics á Miami Heat í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Garnett var með 28 stig og 18 fráköst í leiknum auk þess að halda Chris Bosh í 6 stigum og 5 fráköstum. Paul Pierce var einnig sjóðheitur með 27 stig (5 af 7 í 3ja stiga skotum) og þá var Rajon Rondo með 6 stig og 11 stosðendingar en hann kláraði leikinn þrátt fyrir að fara úr olnbogalið í þriðja leikhluta. Ray Allen skoraði 15 stig fyrir Boston.Mynd/APDwyane Wade var með 23 stig og 7 stoðsendingar hjá Miami en LeBron James var langt frá sínu besta með 15 stig og 7 fráköst. Þeir hittu saman aðeins úr 14 af 35 skotum sínum. Joel Anthony kom sterkur inn af bekknum hjá Miami og var með 12 stig og 11 fráköst. „Við gerum vel grein fyrir því hvað það er erfitt að fella meistara. Þeir fengu þrjá daga til að hlaða batteríin og við vissum að þetta er stollt lið sem ætlaði að svara töpunum í Miami," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami.Zach Randolph.Mynd/APZach Randolph var með tröllatvennu, 21 stig og 21 fráköst, þegar Memphis Grizzlies vann 101-93 sigur á Oklahoma City Thunder í framlenginu og tók um leið 2-1 forystu í undanúrslitaeinvígi liðanna í Vesturdeildinni. Oklahoma City var með 16 stig forskot í leiknum en Memphis átti frábæran endasprett, tryggði sér framlengingu, þar sem liðið skoraði 6 fyrstu stigin og leit ekki til baka eftir það. O.J. Mayo kom með 18 stig inn af bekknum hjá Memphis og bakvörðurinn Mike Conley var einnig með 18 stig. Marc Gasol bætti við 16 stigum og Tony Allen skoraði 10 stig og spilaði flotta vörn. Russell Westbrook var með 23 stig og 12 stoðsendingar hjá Oklahoma City en Kevin Durant, sem skoraði 22 stig, tók bara 3 skot í framlengingunni og klikkaði á þeim öllum. „Þetta var mjög svekkjandi tap. Ég er að reyna að vera jákvæður en þetta var sárt. Við vorum 13 stigum yfir þegar fjórði leikhlutinn byrjaði og það virtist allt vera í fínu lagi hjá okkur," sagði Kevin Durant. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar:Mynd/APAusturdeildin Atlanta Hawks-Chicago Bulls mætast í kvöld í Atlanta (Staðan er 1-2) Boston Celtics-Miami Heat 97-81 (Staðan er 1-2)Vesturdeildin Dallas Mavericks-Los Angeles Lakers mætast í kvöld í Dallas (Staðan er 3-0) Memphis Grizzlies-Oklahoma City Thunder 101-93 (framlengt) (Staðan er 2-1)
NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti