Erlent

Sexhundruð handteknir vegna mansals

Hugrún J. Halldórsdóttir skrifar
Hátt í tvöhundruð ungabörnum var bjargað úr ánauð.
Hátt í tvöhundruð ungabörnum var bjargað úr ánauð. mynd/ getty
Kínverska lögreglan handtók nýverið um sexhundruð manns í viðamiklum aðgerðum gegn mansali. Hátt í tvöhundruð ungabörnum var bjargað úr ánauð.

Kínversk lögregluyfirvöld hafa fylgst grannt með tveimur mansalshringum síðastliðna sex mánuði en í síðustu viku réðust fimm þúsund lögregluþjónar frá tíu héröðum til atlögu og upprættu bæði glæpasamtökin. Sexhundruð og átta voru handteknir og hundrað sjötíu og átta börnum bjargað. Börnin munu dvelja á munaðarleysingjaheimilum þar til lögregla nær sambandi við fjölskyldur þeirra. Annar mansalshringurinn er sagður tengjast tuttugu og sex glæpagengjum víðsvegar um heiminn.

Mansal og mannrán eru vaxandi vandamál í Kína en stefna þarlendra yfirvalda um einungis eitt barn á fjölskyldu hefur gert það að verkum að strákum er frekar rænt þar sem glæpamenn geta fengið hærra verð fyrir þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×