Áhorfandi handtekinn fyrir að kasta pylsu að Tiger Woods Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2011 22:33 Tiger í mótinu í dag. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods virðist hafa náð sér þokklega á strik síðustu dagana en hann spilaði í dag á 68 höggum á Frys.com-mótinu á PGA-mótaröðinni, þriðja daginn í röð. Meiri athygli vakti þó að áhorfandi á mótinu var handtekinn fyrir að kasta pylsu í átt að kylfingnum. Woods var að pútta þegar að atvikið átti sér stað. Pylsan sjálf hafnaði á flötinni en brauðið komst ekki svo langt. Woods púttaði eins og ekkert hefði í skorist. Tiger er sem stendur í 28. sæti en síðust kylfingarnir eiga enn eftir að klára leik. Hann lék alls á 277 höggum og sjö höggum undir pari. Í gær tókst honum að spila annan daginn í röð undir 70 höggum og var það í fyrsta sinn sem það gerðist síðan í upphafi ársins. Hann gerði enn betur í dag og virðist því vera að komast á gott skrið á nýjan leik. Hann vann síðast mót á PGA-mótaröðinni árið 2009 og risamót síðast fyrir þremur árum. Í vikunni féll hann svo úr hópi 50 efstu kylfinga á heimslistanum í fyrsta sinn síðan 1996. Þegar þetta er skrifað hefur Bandaríkjamaðurinn Bryce Molder tveggja högga forystu á næstu kylfinga en mótinu lýkur í nótt. Fylgjast má með stöðunni hér. Golf Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods virðist hafa náð sér þokklega á strik síðustu dagana en hann spilaði í dag á 68 höggum á Frys.com-mótinu á PGA-mótaröðinni, þriðja daginn í röð. Meiri athygli vakti þó að áhorfandi á mótinu var handtekinn fyrir að kasta pylsu í átt að kylfingnum. Woods var að pútta þegar að atvikið átti sér stað. Pylsan sjálf hafnaði á flötinni en brauðið komst ekki svo langt. Woods púttaði eins og ekkert hefði í skorist. Tiger er sem stendur í 28. sæti en síðust kylfingarnir eiga enn eftir að klára leik. Hann lék alls á 277 höggum og sjö höggum undir pari. Í gær tókst honum að spila annan daginn í röð undir 70 höggum og var það í fyrsta sinn sem það gerðist síðan í upphafi ársins. Hann gerði enn betur í dag og virðist því vera að komast á gott skrið á nýjan leik. Hann vann síðast mót á PGA-mótaröðinni árið 2009 og risamót síðast fyrir þremur árum. Í vikunni féll hann svo úr hópi 50 efstu kylfinga á heimslistanum í fyrsta sinn síðan 1996. Þegar þetta er skrifað hefur Bandaríkjamaðurinn Bryce Molder tveggja högga forystu á næstu kylfinga en mótinu lýkur í nótt. Fylgjast má með stöðunni hér.
Golf Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira