Umræða um skólamat Steinunn Þórhallsdóttir skrifar 26. september 2011 11:00 Þrjár mæður barna í Vesturbæjarskólanum í Reykjavík hafa síðan í júní 2010 rætt opinberlega um þann mat sem börnum í Reykjavík er boðinn í mötuneytum grunnskólanna. Ég hef lesið viðtöl við þær og skrif. Ég var satt að segja mjög leið yfir framsetningu þeirra að skólamaturinn væri kallaður „fóður en ekki fæða“. Það er mikilvægt að börnin okkar fái gott veganesti út í lífið og þeim sé veitt fræðsla bæði heima og í skólanum. Við skulum einnig muna að börn læra það sem fyrir þeim er haft. Foreldrarnir eru fyrirmyndir barna sinna. Grunnur er lagður að matarsmekk barnanna heima. Þegar kemur að skólamatnum er auðvitað nauðsynlegt að hann sé af þeim gæðum að fullorðna fólkið telji hann vera fyrir sig. Ef skólamaturinn er þannig að fullorðna fólkið í skólanum vill hann ekki þá er hann heldur ekki nógu góður fyrir börnin. Um þetta getum við líklega verið sammála. Ég hef fylgst með þessari umræðu enda heimilisfræðikennari í einum af grunnskólum borgarinnar og þar með í þeirri stöðu að kenna börnum um næringu og hollustu og gefa þeim tækifæri til að æfa sig í matargerð. Ég er einnig svo heppin að gott samstarf er á milli mín og matráðs skólans. Ég tel að maturinn í skólanum mínum sé góður og farið sé að leiðbeiningum Lýðheilsustöðvar. Í mínum skóla velkist enginn í vafa um það að kennsla um næringu og hollustu getur aldrei orðið trúverðug nema maturinn í skólamötuneytinu sé í samræmi við þá kennslu. Þá er komið að framsetningu gagnrýninnar hjá mæðrunum þremur. Eru þær að rýna til gagns eða eru þær að gagnrýna með neikvæðri framsetningu þess annars ágæta og nauðsynlega orðs. Svarið við því er já eftir viðtalið í Morgunblaðinu 13. júní 2010 og DV 21. mars 2011. Í vikublaðinu Reykjavík 17. september finnst mér eins og mæðurnar séu betur upplýstar um málefnið. Þar tala þær af meiri þekkingu og skilningi. Þær eru samt hissa á því að matráðar skólamötuneytanna hafi tekið skrifum þeirra illa. Ég bið þær að lesa aftur og vel yfir viðtölin sem ég nefni hér að ofan og skoða hvort ástæða var fyrir matráðana að taka þeim illa eða alla vega með fyrirvara um réttmæti. Það eru samt ennþá fullyrðingar um að maturinn sé stútfullur af salti og sykri, og metnaðarleysi, hugmyndaleysi og viljaleysi ráði för, en tekið þó fram að oft sé líka mannfæð. Það er auðvitað miður ef svo er, en ekki treysti ég mér til að fullyrða svona fyrir allt skólasamfélag Reykjavíkurborgar. Í viðtalinu eru einnig fullyrðingar sem vert væri fyrir mæðurnar að skoða betur, s.s. að nemendur fái aðeins korter til að sækja sér mat og borða hann. Þetta er ekki þannig í mínum skóla en sjálfsagt eins misjafnt og skólarnir eru margir og nemendur gamlir. Mér finnst einnig að vert væri fyrir mæðurnar að kynna sér viðmið sem uppfylla þarf til að geta kallað skólann heilsueflandi skóla. Þær benda einnig á barnamatseðla veitingahúsanna og að meðan fullorðna fólkið grilli steikur fyrir sig fái börnin grillaðar pylsur. Mér finnst þetta ágæt og jákvæð ábending. Mig langar að vitna hér í viðtal við Ragnheiði Héðinsdóttur, forstöðumann matvælasviðs SI um niðurstöðu rannsóknar um skólamat á Norðurlöndunum. „Þrátt fyrir vandaðar leiðbeiningar, meðal annars frá Lýðheilsustöð, sé það staðreynd að mörg börn borða ekki það sem í boði er. Það blandast engum hugur um að leiðbeiningarnar eru góðar og starfsmenn mötuneyta eru allir af vilja gerðir að fara eftir þeim, en þær duga skammt ef börnin borða ekki matinn. Það voru því tvö gullkorn sem við lærðum af þessu verkefni, annars vegar var það að börn borða mat en ekki næringarefni, og hins vegar að matur er ekki næringarríkur nema hann sé borðaður“. Hvar erum við þá stödd. Verðum við ekki að horfast í augu við það að uppeldið hefst heima, líka mataruppeldið. Það þarf að kenna börnum að borða fjölbreyttan mat. Í almennu skólamötuneyti er ekki í boði annað en að styðjast við þær bestu opinberu leiðbeiningar sem til eru, þ.e. leiðbeiningar frá Lýðheilsustöð sem er eins og nafnið ber með sér staður þar sem leiðbeint er um lýðheilsu í víðustu merkingu þess orðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Þrjár mæður barna í Vesturbæjarskólanum í Reykjavík hafa síðan í júní 2010 rætt opinberlega um þann mat sem börnum í Reykjavík er boðinn í mötuneytum grunnskólanna. Ég hef lesið viðtöl við þær og skrif. Ég var satt að segja mjög leið yfir framsetningu þeirra að skólamaturinn væri kallaður „fóður en ekki fæða“. Það er mikilvægt að börnin okkar fái gott veganesti út í lífið og þeim sé veitt fræðsla bæði heima og í skólanum. Við skulum einnig muna að börn læra það sem fyrir þeim er haft. Foreldrarnir eru fyrirmyndir barna sinna. Grunnur er lagður að matarsmekk barnanna heima. Þegar kemur að skólamatnum er auðvitað nauðsynlegt að hann sé af þeim gæðum að fullorðna fólkið telji hann vera fyrir sig. Ef skólamaturinn er þannig að fullorðna fólkið í skólanum vill hann ekki þá er hann heldur ekki nógu góður fyrir börnin. Um þetta getum við líklega verið sammála. Ég hef fylgst með þessari umræðu enda heimilisfræðikennari í einum af grunnskólum borgarinnar og þar með í þeirri stöðu að kenna börnum um næringu og hollustu og gefa þeim tækifæri til að æfa sig í matargerð. Ég er einnig svo heppin að gott samstarf er á milli mín og matráðs skólans. Ég tel að maturinn í skólanum mínum sé góður og farið sé að leiðbeiningum Lýðheilsustöðvar. Í mínum skóla velkist enginn í vafa um það að kennsla um næringu og hollustu getur aldrei orðið trúverðug nema maturinn í skólamötuneytinu sé í samræmi við þá kennslu. Þá er komið að framsetningu gagnrýninnar hjá mæðrunum þremur. Eru þær að rýna til gagns eða eru þær að gagnrýna með neikvæðri framsetningu þess annars ágæta og nauðsynlega orðs. Svarið við því er já eftir viðtalið í Morgunblaðinu 13. júní 2010 og DV 21. mars 2011. Í vikublaðinu Reykjavík 17. september finnst mér eins og mæðurnar séu betur upplýstar um málefnið. Þar tala þær af meiri þekkingu og skilningi. Þær eru samt hissa á því að matráðar skólamötuneytanna hafi tekið skrifum þeirra illa. Ég bið þær að lesa aftur og vel yfir viðtölin sem ég nefni hér að ofan og skoða hvort ástæða var fyrir matráðana að taka þeim illa eða alla vega með fyrirvara um réttmæti. Það eru samt ennþá fullyrðingar um að maturinn sé stútfullur af salti og sykri, og metnaðarleysi, hugmyndaleysi og viljaleysi ráði för, en tekið þó fram að oft sé líka mannfæð. Það er auðvitað miður ef svo er, en ekki treysti ég mér til að fullyrða svona fyrir allt skólasamfélag Reykjavíkurborgar. Í viðtalinu eru einnig fullyrðingar sem vert væri fyrir mæðurnar að skoða betur, s.s. að nemendur fái aðeins korter til að sækja sér mat og borða hann. Þetta er ekki þannig í mínum skóla en sjálfsagt eins misjafnt og skólarnir eru margir og nemendur gamlir. Mér finnst einnig að vert væri fyrir mæðurnar að kynna sér viðmið sem uppfylla þarf til að geta kallað skólann heilsueflandi skóla. Þær benda einnig á barnamatseðla veitingahúsanna og að meðan fullorðna fólkið grilli steikur fyrir sig fái börnin grillaðar pylsur. Mér finnst þetta ágæt og jákvæð ábending. Mig langar að vitna hér í viðtal við Ragnheiði Héðinsdóttur, forstöðumann matvælasviðs SI um niðurstöðu rannsóknar um skólamat á Norðurlöndunum. „Þrátt fyrir vandaðar leiðbeiningar, meðal annars frá Lýðheilsustöð, sé það staðreynd að mörg börn borða ekki það sem í boði er. Það blandast engum hugur um að leiðbeiningarnar eru góðar og starfsmenn mötuneyta eru allir af vilja gerðir að fara eftir þeim, en þær duga skammt ef börnin borða ekki matinn. Það voru því tvö gullkorn sem við lærðum af þessu verkefni, annars vegar var það að börn borða mat en ekki næringarefni, og hins vegar að matur er ekki næringarríkur nema hann sé borðaður“. Hvar erum við þá stödd. Verðum við ekki að horfast í augu við það að uppeldið hefst heima, líka mataruppeldið. Það þarf að kenna börnum að borða fjölbreyttan mat. Í almennu skólamötuneyti er ekki í boði annað en að styðjast við þær bestu opinberu leiðbeiningar sem til eru, þ.e. leiðbeiningar frá Lýðheilsustöð sem er eins og nafnið ber með sér staður þar sem leiðbeint er um lýðheilsu í víðustu merkingu þess orðs.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar