Náum núllpunkti! Már Kristjánsson og Bergþóra Karlsdóttir skrifar 1. desember 2011 06:00 Þema alnæmisdagsins 2011 er Náum núllpunkti (Getting to Zero). Það eru samtökin The World AIDS Campaign sem ákvarða þema alnæmisdagsins og í ár beina þau sjónum sínum að útrýmingu dauðsfalla af völdum alnæmis og þannig þrýsta þau á stjórnvöld um víða veröld að auka aðgengi að meðferð. Af 33,3 milljónum HIV-smitaðra í heiminum í dag er talið að 15 milljónir þurfi á ævilangri meðferð að halda. Aðeins þriðjungur þeirra á kost á meðferð. Meginmarkmið samtakanna eru engin nýsmit af HIV, engir fordómar gagnvart HIV-smituðum og engin dauðsföll af völdum alnæmis. Til að ná þessum markmiðum er sett fram eftirfarandi áætlun í 10 liðum fram til ársins 2015: l Smiti gegnum kynmök fækki um helming og einkum er lögð áhersla á ungt fólk, samkynhneigða og þá sem stunda vændi. l Smit frá móður til barns við fæðingu verði úr sögunni og dauðsföllum mæðra vegna alnæmis, fækki um helming. l Nýsmit vegna fíkniefnaneyslu verði úr sögunni. l Alþjóðlegt aðgengi að veirulyfjum fyrir HIV-smitaða sem þurfa á þeim að halda. l Dauðsföllum af völdum berkla meðal HIV-smitaðra fækki um helming. l HIV-smituðum og aðstandendum þeirra verði tryggð með lögum félagsleg réttindi og aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu og stuðningi. l Löndum sem hafa ströng hegningarákvæði vegna HIV-smits, vændis, fíkniefnaneyslu eða samkynhneigðar sem koma í veg fyrir nauðsynlega þjónustu, verði fækkað um helming. l Löndum sem hafa HIV-tengdar hömlur á komu, landvistarleyfi og búsetu, verði fækkað um helming. l Sérstakar þarfir HIV-smitaðra kvenna og stúlkna verði virtar. l Kynbundið ofbeldi verði ekki liðið. World AIDS Campaign leggur til að í hverju landi fyrir sig verði einn eða fleiri þessara punkta árlega settir í brennidepil þannig að öllum markmiðum verði náð 2015. Hver er staðan á Íslandi?Fyrsta tilfelli HIV-sýkingar var greint á Íslandi árið 1983. Fram til ársloka 2010 hafa alls 257 einstaklingar á Íslandi greinst. Dauðsföll af völdum alnæmis eru 38 frá upphafi en 66 einstaklingar hafa greinst með alnæmi. Það sem af er þessu ári hafa 20 einstaklingar greinst til viðbótar með HIV. Bætt HIV-lyfjameðferð og gott aðgengi smitaðra einstaklinga að þjónustu hefur gjörbreytt lífslíkum þeirra. Barnshafandi HIV smitaðar konur fá viðeigandi lyfjameðferð á meðgöngu. Barnið fær lyfjameðferð fyrstu vikur ævi sinnar og ekkert þessara barna er smitað af HIV. Á Íslandi hefur einstaklingum með nýtt HIV-smit fjölgað seinustu ár og mesta fjölgunin er í hópi þeirra sem sprauta sig með fíkniefnum. Af þeim 20 einstaklingum sem hafa greinst með HIV-smit það sem af er þessu ári hafa 13 smitast við notkun fíkniefna. Enn eru fordómar gagnvart HIV-smituðum. Fæstir þeirra þora að segja frá smitinu af ótta við fordóma meðal vinnufélaga, fjölskyldu og vina. Fyrir utan álag sem fylgir því að greinast með langvinnan sjúkdóm, valda fordómar mikilli byrði fyrir hinn smitaða. Samtökin HIV Ísland hafa unnið mikið forvarnarstarf síðustu 23 ár með fræðslu og öflugri baráttu gegn fordómum og staðið fyrir umfangsmiklu fræðslustarfi í grunnskólum landsins seinustu 10 árin. HIV Ísland og Göngudeild smitsjúkdóma á Landspítala hafa staðið fyrir fræðslu fyrir meðferðarstofnanir og fangelsi. Á Göngudeild smitsjúkdóma á Landspítala er boðið upp á lyfjaeftirfylgd og stuðning fyrir þá HIV-smitaða sem eru í neyslu eða eru að koma sér úr neyslu. Þar er einnig boðið upp á ráðgjöf fyrir þá sem óska eftir HIV-prófi. Bæði ráðgjöfin og blóðprufan er einstaklingnum að kostnaðarlausu. Starfsmenn verkefnisins Frú Ragnheiðar á vegum Reykjavíkurdeildar Rauða Kross Íslands hafa unnið mikið forvarnarstarf í Reykjavík með dreifingu ókeypis nála og sprauta auk fræðslustarfs. Aðgengi að hreinum nálum og sprautum þarf að vera til staðar allan sólarhringinn, alla daga en slíku er ekki til að dreifa í dag. Ekki má gleyma að HIV er kynsjúkdómur og því er nauðsynlegt að auka aðgengi að smokkum. Í dag eru smokkar lúxusvara með álögur í Ríkissjóð í samræmi við það. Í allri þeirri umræðu sem hefur verið undanfarin misseri um HIV-smit meðal fíkniefnaneytenda á Íslandi verður að hafa hugfast, að flestir með HIV-smit hérlendis hafa ekki smitast vegna fíkniefnaneyslu heldur með kynmökum. Flestir þeirra stunda vinnu og lifa lífinu á sama hátt og sá sem er ósmitaður. Það er ábyrgð okkar allra í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld á Íslandi að vinna að því að ná markmiðum The World AIDS Campaign fyrir árið 2015! Í þema alnæmisdagsins 2011 endurspeglast bjartari framtíðarsýn en áður fyrir alþjóðasamfélagið, bæði gagnvart HIV-smituðum og forvörnum gegn HIV-smiti. Hverjum hefði dottið í hug í árdaga faraldursins að það væri raunhæft markmið að komast á núllpunkt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þema alnæmisdagsins 2011 er Náum núllpunkti (Getting to Zero). Það eru samtökin The World AIDS Campaign sem ákvarða þema alnæmisdagsins og í ár beina þau sjónum sínum að útrýmingu dauðsfalla af völdum alnæmis og þannig þrýsta þau á stjórnvöld um víða veröld að auka aðgengi að meðferð. Af 33,3 milljónum HIV-smitaðra í heiminum í dag er talið að 15 milljónir þurfi á ævilangri meðferð að halda. Aðeins þriðjungur þeirra á kost á meðferð. Meginmarkmið samtakanna eru engin nýsmit af HIV, engir fordómar gagnvart HIV-smituðum og engin dauðsföll af völdum alnæmis. Til að ná þessum markmiðum er sett fram eftirfarandi áætlun í 10 liðum fram til ársins 2015: l Smiti gegnum kynmök fækki um helming og einkum er lögð áhersla á ungt fólk, samkynhneigða og þá sem stunda vændi. l Smit frá móður til barns við fæðingu verði úr sögunni og dauðsföllum mæðra vegna alnæmis, fækki um helming. l Nýsmit vegna fíkniefnaneyslu verði úr sögunni. l Alþjóðlegt aðgengi að veirulyfjum fyrir HIV-smitaða sem þurfa á þeim að halda. l Dauðsföllum af völdum berkla meðal HIV-smitaðra fækki um helming. l HIV-smituðum og aðstandendum þeirra verði tryggð með lögum félagsleg réttindi og aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu og stuðningi. l Löndum sem hafa ströng hegningarákvæði vegna HIV-smits, vændis, fíkniefnaneyslu eða samkynhneigðar sem koma í veg fyrir nauðsynlega þjónustu, verði fækkað um helming. l Löndum sem hafa HIV-tengdar hömlur á komu, landvistarleyfi og búsetu, verði fækkað um helming. l Sérstakar þarfir HIV-smitaðra kvenna og stúlkna verði virtar. l Kynbundið ofbeldi verði ekki liðið. World AIDS Campaign leggur til að í hverju landi fyrir sig verði einn eða fleiri þessara punkta árlega settir í brennidepil þannig að öllum markmiðum verði náð 2015. Hver er staðan á Íslandi?Fyrsta tilfelli HIV-sýkingar var greint á Íslandi árið 1983. Fram til ársloka 2010 hafa alls 257 einstaklingar á Íslandi greinst. Dauðsföll af völdum alnæmis eru 38 frá upphafi en 66 einstaklingar hafa greinst með alnæmi. Það sem af er þessu ári hafa 20 einstaklingar greinst til viðbótar með HIV. Bætt HIV-lyfjameðferð og gott aðgengi smitaðra einstaklinga að þjónustu hefur gjörbreytt lífslíkum þeirra. Barnshafandi HIV smitaðar konur fá viðeigandi lyfjameðferð á meðgöngu. Barnið fær lyfjameðferð fyrstu vikur ævi sinnar og ekkert þessara barna er smitað af HIV. Á Íslandi hefur einstaklingum með nýtt HIV-smit fjölgað seinustu ár og mesta fjölgunin er í hópi þeirra sem sprauta sig með fíkniefnum. Af þeim 20 einstaklingum sem hafa greinst með HIV-smit það sem af er þessu ári hafa 13 smitast við notkun fíkniefna. Enn eru fordómar gagnvart HIV-smituðum. Fæstir þeirra þora að segja frá smitinu af ótta við fordóma meðal vinnufélaga, fjölskyldu og vina. Fyrir utan álag sem fylgir því að greinast með langvinnan sjúkdóm, valda fordómar mikilli byrði fyrir hinn smitaða. Samtökin HIV Ísland hafa unnið mikið forvarnarstarf síðustu 23 ár með fræðslu og öflugri baráttu gegn fordómum og staðið fyrir umfangsmiklu fræðslustarfi í grunnskólum landsins seinustu 10 árin. HIV Ísland og Göngudeild smitsjúkdóma á Landspítala hafa staðið fyrir fræðslu fyrir meðferðarstofnanir og fangelsi. Á Göngudeild smitsjúkdóma á Landspítala er boðið upp á lyfjaeftirfylgd og stuðning fyrir þá HIV-smitaða sem eru í neyslu eða eru að koma sér úr neyslu. Þar er einnig boðið upp á ráðgjöf fyrir þá sem óska eftir HIV-prófi. Bæði ráðgjöfin og blóðprufan er einstaklingnum að kostnaðarlausu. Starfsmenn verkefnisins Frú Ragnheiðar á vegum Reykjavíkurdeildar Rauða Kross Íslands hafa unnið mikið forvarnarstarf í Reykjavík með dreifingu ókeypis nála og sprauta auk fræðslustarfs. Aðgengi að hreinum nálum og sprautum þarf að vera til staðar allan sólarhringinn, alla daga en slíku er ekki til að dreifa í dag. Ekki má gleyma að HIV er kynsjúkdómur og því er nauðsynlegt að auka aðgengi að smokkum. Í dag eru smokkar lúxusvara með álögur í Ríkissjóð í samræmi við það. Í allri þeirri umræðu sem hefur verið undanfarin misseri um HIV-smit meðal fíkniefnaneytenda á Íslandi verður að hafa hugfast, að flestir með HIV-smit hérlendis hafa ekki smitast vegna fíkniefnaneyslu heldur með kynmökum. Flestir þeirra stunda vinnu og lifa lífinu á sama hátt og sá sem er ósmitaður. Það er ábyrgð okkar allra í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld á Íslandi að vinna að því að ná markmiðum The World AIDS Campaign fyrir árið 2015! Í þema alnæmisdagsins 2011 endurspeglast bjartari framtíðarsýn en áður fyrir alþjóðasamfélagið, bæði gagnvart HIV-smituðum og forvörnum gegn HIV-smiti. Hverjum hefði dottið í hug í árdaga faraldursins að það væri raunhæft markmið að komast á núllpunkt?
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun