Handbolti

Ólafur Stefánsson og Sigfús báðir í 28 manna forvalshóp fyrir EM í Serbíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigfús Sigurðsson.
Sigfús Sigurðsson. Mynd/Stefán
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta hefur tilkynnt hvaða 28 leikmenn koma til greina í sextán manna hóp hans fyrir Evrópumótið í Serbíu sem hefst í næsta mánuði. Guðmundur varð að senda forvalslista sinn inn til EHF og hann getur ekki kallað á aðra leikmenn þegar hann velur lokahóp sinn.

Það vekur mesta athygli að bæði Ólafur Stefánsson og Sigfús Sigurðsson eru á listanum en Sigfús hefur ekki verið með landsliðinu undanfarin ár og Ólafur hefur ýjað að því að hann verði ekki með í Serbíu.

Guðmundur er með sextán af sautján mönnum á listanum sem voru með á HM í Svíþjóð en það er aðeins Sigurbergur Sveinsson sem er ekki með að þessu sinni.

Guðmundur setti líka báða markverði Hauka á listann þá Aron Rafn Eðvarsson og Birki Ívar Guðmundsson en Birkir Ívar hefur ekki verið í landsliðinu síðustu ár.



28 manna leikmannaúrtak fyrir EM í Serbíu 2012

Markmenn

Aron Rafn Eðvarsson, Haukum

Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum

Björgvin Páll Gústavsson, Magdeburg (á HM 2011)

Hreiðar Levý Guðmundsson, Nötteroy (á HM 2011)

Vinstri hornamenn:

Bjarki Már Elísson, HK

Guðjón Valur Sigurðsson, AG Kaupmannahöfn (á HM 2011) 

Oddur Gretarsson, Akureyri (á HM 2011)

Sturla Ásgeirsson, Val

Vinstri skyttur

Arnór Atlason, AG Kaupmannahöfn (á HM 2011)

Fannar Þór Friðgeirsson, TV Emsdetten

Ingimundur Ingimundarson, Fram  (á HM 2011)

Ólafur Andrés Guðmundsson, Nötteroy

Ólafur Gústavsson, FH

Leikstjórnendur

Aron Pálmarsson, THW Kiel (á HM 2011)

Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK

Snorri Steinn Guðjónsson, AG Kaupmannahöfn  (á HM 2011)

Hægri skyttur

Alexander Petersson, Füchse Berlin (á HM 2011)

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hannover-Burgdorf (á HM 2011)

Ólafur Stefánsson, AG Kaupmannahöfn  (á HM 2011)

Rúnar Kárason, Bergischer HC

Hægri hornamenn

Arnór Þór Gunnarsson, TV Bittenfeld

Þórir Ólafsson, KS Vive Targi Kielce (á HM 2011)

Línumenn

Ingvar Árnason, Viking

Kári Kristján Kristjánsson, HSG Wetzlar (á HM 2011)

Róbert Gunnarsson, Rhein-Neckar Löwen (á HM 2011)

Sigfús Valur Sigurðsson, Val

Sverre Jakobsson, Grosswallstadt (á HM 2011)

Vignir Svavarsson, Hannover-Burgdorf (á HM 2011)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×