Erlent

Wonder Woman mælir með sjálfsskoðun

Wonder Woman og kollegar hennar framkvæma brjóstaskoðun reglulega.
Wonder Woman og kollegar hennar framkvæma brjóstaskoðun reglulega. mynd/copyranter
Yfirvöld í Mósambík hafa opinberað nýja forvarnarherferð gegn brjóstakrabbameini. Auglýsingarnar sýna kvenofurhetjur framkvæma sjálfsskoðun á brjóstum sínum.

Herferðin á að höfða til ungra stúlkna og er boðskapur hennar sá að allir geta fengið brjóstakrabbamein - jafnvel þeir sem hafa ofurmannlegan styrk.

Það var listamaðurinn Maisa Chaves sem gerði myndirnar. Hún hvetur allar konur til að framkvæma sjálfsskoðun reglulega og bendir á að það séu engar ofurhetjur þegar kemur að brjóstakrabbameini - allar konur geta fengið krabbamein.

Krabbamein í brjóstum er afar sjaldgæft hjá ungum konum en þó eru lífslíkur þeirra mun betri en hjá eldri konum.

Hægt er að sjá auglýsingarnar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×