Viðskipti erlent

Harrods rauf milljarðs punda múrinn í fyrra

Hin þekkta stórverslun Harrods í London rauf milljarðs punda múrinn á síðasta ári. Veltan í versluninni fór yfir milljarð punda eða 187 milljarða kr. Þetta er mesta veltan hjá stakri verslun í Bretlandi í sögunni.

Breskir fjölmiðlar fjalla um málið sem og Reuters. Þar kemur fram að inn í þessari veltutölu sé salan hjá þeim fyrirtækjum sem leigja sér pláss í Harrods.

Í maí síðasta ári seldi kaupsýslumaðurinn Mohammed Al Fayed Harrods til eignarhaldsfélagsins Quatar Holdings fyrir 1,5 milljarða punda eða sem svarar til rúmlega 280 milljarða kr.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×