Hagnaðurinn meiri á Íslandi 24. september 2011 08:00 Íslenskum fiskiskipum hefur fækkað úr 1.976 árið 1999 í 1.625 árið 2010, eða um átján prósent. Þeim fjölgaði lítillega aftur á síðasta ári vegna strandveiða. Fréttablaðið/GVA Hagnaður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja er meiri en hagnaður fyrirtækja í geiranum í Noregi. Þetta má að einhverjum hluta rekja til fyrirkomulags fiskveiða hér á landi, segir í samantekt norsks sérfræðings. Framlegðin hjá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum var umtalsvert hærri en hjá norskum fyrirtækjum á árunum 2008 og 2009, en fyrir þann tíma er munurinn minni, sagði Audun Iversen, sérfræðingur hjá Nofima, á fundi um sjávarútvegsmál á vegum Íslandsbanka í gær. Nofima er matar-, sjávarútvegs- og fiskeldisstofnun í Noregi. Hann segir kvótakerfið sem Íslendingar nota gefa sjávarútvegsfyrirtækjum möguleika á að skipuleggja veiðarnar, sem gefi þeim forskot á útgerðir í öðrum löndum. Þau geti frekar tryggt stöðugt vöruframboð fyrir kaupendur, sem sé sérlega mikilvægt þegar selt sé í sífellt auknum mæli til erlendra stórmarkaða. Í samantekt sérfræðinga Íslandsbanka kemur fram að framlegð íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja hafi batnað umtalsvert eftir bankahrunið haustið 2008. Má rekja breytingarnar til falls krónunnar, sem kemur útflutningsgreinum vel, sem og hækkandi fiskverðs á alþjóðamörkuðum. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, benti á fundinum á að arðsemin í sjávarútvegsfyrirtækjunum væri góð núna, en sú hefði ekki alltaf verið raunin. Í gögnum bankans sést samanburður á hagnaði íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði frá árinu 1981. Þar sést að hagnaðurinn var að meðaltali um sex prósent á árunum áður en kvótakerfið var tekið upp árið 1984. Frá því að kerfið var tekið í gagnið þar til framsal kvóta var leyft árið 1991 var hagnaðurinn fimmtán prósent að meðaltali. Eftir 1991 hefur hagnaðurinn verið að meðaltali 21 prósent. Skuldir sjávarútvegsfyrirtækja við Íslandsbanka eru á bilinu 70-80 milljarðar króna og hefur bankinn varað við fyrirhuguðum breytingum á kvótakerfinu í umsögn um frumvarp sjávarútvegsráðherra. „Þetta er áróðursstríð,“ sagði Birna. Hún hvatti hagsmunaaðila til að vera duglega að koma staðreyndum um sjávarútveginn á framfæri við almenning, enda byggðu ákvarðanir þingmanna gjarnan á viðhorfum kjósenda. brjann@frettabladid.is Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Hagnaður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja er meiri en hagnaður fyrirtækja í geiranum í Noregi. Þetta má að einhverjum hluta rekja til fyrirkomulags fiskveiða hér á landi, segir í samantekt norsks sérfræðings. Framlegðin hjá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum var umtalsvert hærri en hjá norskum fyrirtækjum á árunum 2008 og 2009, en fyrir þann tíma er munurinn minni, sagði Audun Iversen, sérfræðingur hjá Nofima, á fundi um sjávarútvegsmál á vegum Íslandsbanka í gær. Nofima er matar-, sjávarútvegs- og fiskeldisstofnun í Noregi. Hann segir kvótakerfið sem Íslendingar nota gefa sjávarútvegsfyrirtækjum möguleika á að skipuleggja veiðarnar, sem gefi þeim forskot á útgerðir í öðrum löndum. Þau geti frekar tryggt stöðugt vöruframboð fyrir kaupendur, sem sé sérlega mikilvægt þegar selt sé í sífellt auknum mæli til erlendra stórmarkaða. Í samantekt sérfræðinga Íslandsbanka kemur fram að framlegð íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja hafi batnað umtalsvert eftir bankahrunið haustið 2008. Má rekja breytingarnar til falls krónunnar, sem kemur útflutningsgreinum vel, sem og hækkandi fiskverðs á alþjóðamörkuðum. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, benti á fundinum á að arðsemin í sjávarútvegsfyrirtækjunum væri góð núna, en sú hefði ekki alltaf verið raunin. Í gögnum bankans sést samanburður á hagnaði íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði frá árinu 1981. Þar sést að hagnaðurinn var að meðaltali um sex prósent á árunum áður en kvótakerfið var tekið upp árið 1984. Frá því að kerfið var tekið í gagnið þar til framsal kvóta var leyft árið 1991 var hagnaðurinn fimmtán prósent að meðaltali. Eftir 1991 hefur hagnaðurinn verið að meðaltali 21 prósent. Skuldir sjávarútvegsfyrirtækja við Íslandsbanka eru á bilinu 70-80 milljarðar króna og hefur bankinn varað við fyrirhuguðum breytingum á kvótakerfinu í umsögn um frumvarp sjávarútvegsráðherra. „Þetta er áróðursstríð,“ sagði Birna. Hún hvatti hagsmunaaðila til að vera duglega að koma staðreyndum um sjávarútveginn á framfæri við almenning, enda byggðu ákvarðanir þingmanna gjarnan á viðhorfum kjósenda. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira