Vettel getur slegið met 24. september 2011 23:10 Sebastian Vetel eftir tímatökuna í dag í Singapúr. AP MYND: Eugene Hoshiko Sebastian Vettel var ánægður með árangurinn í tímatökunni í Singapúr í dag. Hann náði besta tíma og hefur ellefu sinnum verið fremstur á ráslínu í Formúlu 1 á þessu ári. Vettel getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn annað árið í röð ef úrslitin í kappakstrinum á sunnudag verða honum hagstæð. „Það hefði verið hægt að fara hraðar, en í heildina litið var þetta fulkominn tímataka og ég er mjög ánægður. Sérstaklega af því þetta er skemmtileg braut. Ögrandi verkefni og mjög erfitt", sagði Vettel á fréttamannafundi um tímatökuna í dag. „Það eru svo margar beygjur (23) og langur hringur sem þarf að raða öllu saman. Við lærðum á mistökum sem við gerðum í tímatökunni í fyrra og héldum haus. Náðum þessu í dag. Það er frábært. Við erum með tvö fremstu sætin á ráslínu. Sjáum hvað gerist á morgun. Þetta er mjög, mjög löng keppni", sagði Vettel. Árangur Vettel í tímatökum á einu ári er að nálgast með Nigel Mansell frá árinu 1992, en þá náði hann 14 sinnum að vera fremstur á ráslínu. Eftir mótið í Singapúr eru fimm mót eftir, þannig að Vettel getur slegið það met ef vel gengur. En er hann að spá í slíkt? „Nei. Það var óvenjulegt. Ég held að það hafi verið 1992 sem Nigel átti ótrúlegt ár. Gengi okkar er ekki slæmt á þessu ári, en það væri rangt að hugsa um þessa hluti. Það er löng keppni framundan á morgun. Þar fáum við stigin, ekki í tímatökunni, þannig að við einbeitum okkur að því", sagði Vettel. Bein útsending frá kappakstrinum á brautinni í Singapúr er kl. 11.30 á sunnudag á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá. Formúla Íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sebastian Vettel var ánægður með árangurinn í tímatökunni í Singapúr í dag. Hann náði besta tíma og hefur ellefu sinnum verið fremstur á ráslínu í Formúlu 1 á þessu ári. Vettel getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn annað árið í röð ef úrslitin í kappakstrinum á sunnudag verða honum hagstæð. „Það hefði verið hægt að fara hraðar, en í heildina litið var þetta fulkominn tímataka og ég er mjög ánægður. Sérstaklega af því þetta er skemmtileg braut. Ögrandi verkefni og mjög erfitt", sagði Vettel á fréttamannafundi um tímatökuna í dag. „Það eru svo margar beygjur (23) og langur hringur sem þarf að raða öllu saman. Við lærðum á mistökum sem við gerðum í tímatökunni í fyrra og héldum haus. Náðum þessu í dag. Það er frábært. Við erum með tvö fremstu sætin á ráslínu. Sjáum hvað gerist á morgun. Þetta er mjög, mjög löng keppni", sagði Vettel. Árangur Vettel í tímatökum á einu ári er að nálgast með Nigel Mansell frá árinu 1992, en þá náði hann 14 sinnum að vera fremstur á ráslínu. Eftir mótið í Singapúr eru fimm mót eftir, þannig að Vettel getur slegið það met ef vel gengur. En er hann að spá í slíkt? „Nei. Það var óvenjulegt. Ég held að það hafi verið 1992 sem Nigel átti ótrúlegt ár. Gengi okkar er ekki slæmt á þessu ári, en það væri rangt að hugsa um þessa hluti. Það er löng keppni framundan á morgun. Þar fáum við stigin, ekki í tímatökunni, þannig að við einbeitum okkur að því", sagði Vettel. Bein útsending frá kappakstrinum á brautinni í Singapúr er kl. 11.30 á sunnudag á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá.
Formúla Íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira