Djöfullinn sjálfur Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 23. ágúst 2011 06:00 Þegar ríkið afhenti kröfuhöfunum íslensku bankana fól það þeim jafnframt að leysa skuldavanda íslenskra heimila. Þess vegna voru kröfur bankanna á heimilin verðmetnar á lægra virði en kröfuvirði þeirra þegar þær voru fluttar á milli gömlu og nýju bankanna. Þetta var sem sagt gert til að mynda svigrúm fyrir bankana að bjóða viðskiptavinum í skuldavanda ýmis úrræði, en upplýsingar um afföllin á lánunum eru ekki opinberar. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu forsætisráðuneytisins um skuldavanda heimilanna sem birt var í nóvember 2010. Hvergi hef ég séð nein merki um vilja til að leysa skuldavanda minn í Arionbanka sem ég lenti í þegar SPRON var lagður niður. Þvert á móti. Í eina skiptið sem mér tókst að semja við bankann var þegar ég tók með mér upptökutæki og ætlaði að taka fundinn upp. þegar bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma breyttust þeir úr viðskiptabönkum í fjárfestingarbanka. Markmiðið breyttist einnig úr því að vera þjónustustofnun að þjónusta samborgarana í það að vera fyrirtæki sem átti að skila hámarksgróða til eigendanna. Allir vita hvernig það fór. Hámarksgróðinn skilaði sér alla vega til eigendanna og vina þeirra og ríflega það. Fjármálakerfið er í rúst og íslenska þjóðin og heimilin í landinu sitja uppi með óviðráðanlegar skuldir. Það var því þrátt fyrir allt viss léttir þegar ríkið yfirtók bankana. Þar fólst þó tækifæri til að grípa í taumana og stoppa vitleysuna. Ríkið dældi milljörðum af almannafé inn í bankana til að bjarga þeim og lét þá hafa lán heimilanna fyrir slikk. Þar skyldi maður ætla að almannahagsmunir hefðu ráðið för. Hvers vegna voru stökkbreyttar skuldir heimilanna ekki leiðréttar í leiðinni eða bönkunum veitt verðtryggð lán á vöxtum til þess að rétta sig við? Það er með öllu óskiljanlegt að ríkið skuli hafa dælt almannafé inn í bankana og fært þá kröfuhöfum án þess að tryggja hag heimilanna í landinu. Án þess að tryggja að bankarnir hætti að „gambla“ með skuldug heimili fólksins. Afhenda þeim skuldir heimilanna á útsöluvirði og treysta þeim í blindni til að bjóða „viðskiptavinum í skuldavanda ýmis úrræði“. Fela þeim að leysa skuldavanda heimilanna. Afhenda heimilin aftur í hendur fjárglæframanna og spekúlanta sem hafa það markmið eitt að ná fram hámarksgróða fyrir eigendurna. Ég tók lán í íslenskum viðskiptabanka í eigu fólksins. Ég er að semja við fjárfestingarbanka í eigu erlendra vogunarsjóða. Þeim hefur verið falið að leysa skuldavanda minn og annarra íslenskra heimila. Bankarnir eru í dag að mestu leyti innheimtustofnanir fyrir lánardrottna og kröfuhafa. Og „velgengni bankans er samofin hagsmunum kröfuhafa“ eins og stendur m.a. í sameiginlegri yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins og einnar skilanefndarinnar. Hvergi er talað um velgengni þjóðarinnar eða hagsmuni lántakenda, íslensk heimili. Hefði fjármálaráðuneytið ekki átt að verja þjóðina? Hvar voru hagsmunir þjóðarinnar, fólksins í landinu, heimilanna? Bankarnir eru fyrst og fremst að gæta hagsmuna kröfuhafa. Það hef ég líka ítrekað fengið staðfest af ungum bankastarfsmönnum sem þreytast ekki á að tyggja það í mig. Yfirmennirnir segja mér að þetta séu þeirra hæfustu starfsmenn. Hverjir eru svo kröfuhafarnir sem eiga bankana? Ekki hefur mér tekist að fá það upplýst nákvæmlega frekar en öðrum enda vita víst fæstir hverjir þeir eru. Það hefur þó margoft komið fram í fréttum að stór hópur eigenda nýju íslensku bankanna eru erlendir vogunarsjóðir. Í fréttum haustið 2009 kom fram að vogunarsjóðir sem högnuðust á falli íslenska efnahagslífsins séu meðal helstu kröfuhafa bankanna. Í athyglisverðum pistli Ólafs Arnarsonar á Pressunni þann 23. júní sl. fá þessir vogunarsjóðir í fyrsta skipti nöfn opinberlega. Helstu eigendur íslensku bankanna fá nöfn í fyrsta skipti. Þar segir m.a. að um sé að ræða tíu sjóði. Allir þessir tíu sjóðir séu í hópi hrægamma fjármálaheimsins. Sumir þeirra hafi með sér samráð. Þeir sérhæfi sig í að hagnast á óförum annarra og gæti ekki verið meira sama um hag nýju íslensku bankanna. Nýju bankarnir séu ekkert annað en tæki þeirra til að innheimta sem mest frá fyrirtækjum og heimilum þessa lands upp í stökkbreyttar kröfur. Þar segir líka: „að lengri tíma hagsmunir nýju bankanna og viðskiptavina þeirra skipta hrægammana engu máli ef þeir standa í vegi fyrir skammtímagróða þeirra sjálfra“. Þetta eru viðsemjendur skuldugra íslenskra heimila. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þegar ríkið afhenti kröfuhöfunum íslensku bankana fól það þeim jafnframt að leysa skuldavanda íslenskra heimila. Þess vegna voru kröfur bankanna á heimilin verðmetnar á lægra virði en kröfuvirði þeirra þegar þær voru fluttar á milli gömlu og nýju bankanna. Þetta var sem sagt gert til að mynda svigrúm fyrir bankana að bjóða viðskiptavinum í skuldavanda ýmis úrræði, en upplýsingar um afföllin á lánunum eru ekki opinberar. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu forsætisráðuneytisins um skuldavanda heimilanna sem birt var í nóvember 2010. Hvergi hef ég séð nein merki um vilja til að leysa skuldavanda minn í Arionbanka sem ég lenti í þegar SPRON var lagður niður. Þvert á móti. Í eina skiptið sem mér tókst að semja við bankann var þegar ég tók með mér upptökutæki og ætlaði að taka fundinn upp. þegar bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma breyttust þeir úr viðskiptabönkum í fjárfestingarbanka. Markmiðið breyttist einnig úr því að vera þjónustustofnun að þjónusta samborgarana í það að vera fyrirtæki sem átti að skila hámarksgróða til eigendanna. Allir vita hvernig það fór. Hámarksgróðinn skilaði sér alla vega til eigendanna og vina þeirra og ríflega það. Fjármálakerfið er í rúst og íslenska þjóðin og heimilin í landinu sitja uppi með óviðráðanlegar skuldir. Það var því þrátt fyrir allt viss léttir þegar ríkið yfirtók bankana. Þar fólst þó tækifæri til að grípa í taumana og stoppa vitleysuna. Ríkið dældi milljörðum af almannafé inn í bankana til að bjarga þeim og lét þá hafa lán heimilanna fyrir slikk. Þar skyldi maður ætla að almannahagsmunir hefðu ráðið för. Hvers vegna voru stökkbreyttar skuldir heimilanna ekki leiðréttar í leiðinni eða bönkunum veitt verðtryggð lán á vöxtum til þess að rétta sig við? Það er með öllu óskiljanlegt að ríkið skuli hafa dælt almannafé inn í bankana og fært þá kröfuhöfum án þess að tryggja hag heimilanna í landinu. Án þess að tryggja að bankarnir hætti að „gambla“ með skuldug heimili fólksins. Afhenda þeim skuldir heimilanna á útsöluvirði og treysta þeim í blindni til að bjóða „viðskiptavinum í skuldavanda ýmis úrræði“. Fela þeim að leysa skuldavanda heimilanna. Afhenda heimilin aftur í hendur fjárglæframanna og spekúlanta sem hafa það markmið eitt að ná fram hámarksgróða fyrir eigendurna. Ég tók lán í íslenskum viðskiptabanka í eigu fólksins. Ég er að semja við fjárfestingarbanka í eigu erlendra vogunarsjóða. Þeim hefur verið falið að leysa skuldavanda minn og annarra íslenskra heimila. Bankarnir eru í dag að mestu leyti innheimtustofnanir fyrir lánardrottna og kröfuhafa. Og „velgengni bankans er samofin hagsmunum kröfuhafa“ eins og stendur m.a. í sameiginlegri yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins og einnar skilanefndarinnar. Hvergi er talað um velgengni þjóðarinnar eða hagsmuni lántakenda, íslensk heimili. Hefði fjármálaráðuneytið ekki átt að verja þjóðina? Hvar voru hagsmunir þjóðarinnar, fólksins í landinu, heimilanna? Bankarnir eru fyrst og fremst að gæta hagsmuna kröfuhafa. Það hef ég líka ítrekað fengið staðfest af ungum bankastarfsmönnum sem þreytast ekki á að tyggja það í mig. Yfirmennirnir segja mér að þetta séu þeirra hæfustu starfsmenn. Hverjir eru svo kröfuhafarnir sem eiga bankana? Ekki hefur mér tekist að fá það upplýst nákvæmlega frekar en öðrum enda vita víst fæstir hverjir þeir eru. Það hefur þó margoft komið fram í fréttum að stór hópur eigenda nýju íslensku bankanna eru erlendir vogunarsjóðir. Í fréttum haustið 2009 kom fram að vogunarsjóðir sem högnuðust á falli íslenska efnahagslífsins séu meðal helstu kröfuhafa bankanna. Í athyglisverðum pistli Ólafs Arnarsonar á Pressunni þann 23. júní sl. fá þessir vogunarsjóðir í fyrsta skipti nöfn opinberlega. Helstu eigendur íslensku bankanna fá nöfn í fyrsta skipti. Þar segir m.a. að um sé að ræða tíu sjóði. Allir þessir tíu sjóðir séu í hópi hrægamma fjármálaheimsins. Sumir þeirra hafi með sér samráð. Þeir sérhæfi sig í að hagnast á óförum annarra og gæti ekki verið meira sama um hag nýju íslensku bankanna. Nýju bankarnir séu ekkert annað en tæki þeirra til að innheimta sem mest frá fyrirtækjum og heimilum þessa lands upp í stökkbreyttar kröfur. Þar segir líka: „að lengri tíma hagsmunir nýju bankanna og viðskiptavina þeirra skipta hrægammana engu máli ef þeir standa í vegi fyrir skammtímagróða þeirra sjálfra“. Þetta eru viðsemjendur skuldugra íslenskra heimila. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar