Handbolti

Kiel var undir í hálfleik en vann samt átta marka sigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Nordic Photos / Bongarts
Slæm byrjun Kiel gegn króatíska liðinu Partizan Beograd í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag kom ekki að sök þar sem að lærisveinar Alfreðs Gíslasonar unnu að lokum átta marka sigur, 36-28.

Aron Pálmarsson er á mála hjá Kiel sem hefur unnið alla þrettán leiki sína á tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni til þessa en þó tapað þremur stigum af sex í Meistaradeildinni fyrir leikinn í dag.

Króatarnir byrjuðu af krafti í dag og komust fimm mörkum yfir, 7-2, í upphafi leiksins. Þjóðverjarnir náðu að laga stöðuna áður en flautað var til leikhlés, 18-17.

En Kiel tók svo öll völd í seinni hálfleik og vann sem fyrr segir öruggan sigur. Með sigrinum komst Kiel upp í fjórða sæti D-riðils Meistaradeildarinnar og á þar að auki leik til góða á flest önnur lið.

Kiel mætir svo Partizan Beograd aftur á miðvikudaginn en þá í Króatíu.

Í B-riðli tapaði danska liðið Bjerringbro/Silkeborg sínum fimmta leik í röð í Meistaradeildinni er liðið steinlá fyrir rússneska liðinu Chekovskie Medvedi, 35-25. Guðmundur Árni Ólafsson er á mála hjá danska liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×