Erlent

Forseti Argentínu með krabbamein

Jón Hákon Halldórsson skrifar
De Kirchner hefur greinst með krabbamein.
De Kirchner hefur greinst með krabbamein. mynd/ afp.
Cristina Fernandels de Kirchner, forseti Argentínu, greindist nýlega með krabbamein og mun þess vegna gangast undir aðgerð þann 4. janúar næstkomandi, eftir því sem ríkisstjórn hennar hefur greint frá.

Meinið er í skjaldkirtlinum en það mun ekki hafa breiðst út í önnur líffæri. Fernandex hóf nýlega annað kjörtímabil sitt eftir að hafa unnið mikinn kosningasigur á landsvísu.

Eiginmaður hennar, Nestor Kirchner, fyrrverandi forseti, lést á síðasta ári eftir að hann fékk hjartaáfall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×