Innlent

Björgunarsveitir hjálpa konu úr sjálfheldu

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Björgunarsveitir voru kallaðar að Dyrfjöllum við Borgarfjörð eystri nú fyrr í dag. Þar hafði kona runnið niður snjóskafl og endað á slíkum stað að hún treysti sér ekki upp aftur hjálparlaust.

Útkall barst fyrir rúmum klukkutíma síðan. Björgunarsveitin Sveinungi lagði af stað frá Borgarfirði eystri og náði til konunnar nú rétt í þessu. Hún hafði þá verið í sjálfheldu vel yfir klukkustund. Björgunarsveitarmenn komust að henni, hjálpuðu henni upp og gáfu henni hlý föt og heitt að drekka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×