Allt í hnút - staða og horfur eftir þjóðaratkvæði Jón Sigurðsson skrifar 11. apríl 2011 00:00 Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 2011: Hver er staðan sem upp er komin? Hverjar eru horfurnar?Breytt stjórnskipan: Hér er nú pólitískt virkur forseti og beint lýðræði að frjálsri ákvörðun hans hvenær sem hann ákveður.Kreppa í stjórnskipan: Engar hömlur eru á ákvörðun forseta, engar takmarkanir á fjármögnun kosningabaráttu fyrir þjóðaratkvæði eða ákvæði um lágmarksþátttöku kjósenda. Stjórnskipuleg staða Alþingis er í lausu lofti.Umsókn um aðild að ESB er gjörtapað mál. Trúlega er farsælast að stöðva ferlið með vinsamlegum hætti þegar á næstu vikum.Aðild Íslands að ESB verður ekki samþykkt hér án þess að Álandseyjaákvæði, Azoreyjaákvæði og Möltuákvæði verði afdráttarlaus í samningsfrumvarpi. Líklega hefur utanríkisráðuneytið ekki skilning á þessu, þannig að málið er gjörtapað hvort eð er.Þreyta og vonbrigði forystumanna ríkisstjórnarinnar eru beinlínis átakanleg. Stjórnin er bæði helsærð og helsjúk. Hún getur ekki skilað starfi en hefur ekki burði til að hrökklast frá heldur.Leiðtogar beggja stjórnarflokkanna heyja enn hetjulega baráttu við ofurefli innan húss sem utan. Nú bíða félagar þeirra bara eftir því að foringjarnir rými sætin. Fram undan er forystukreppa í báðum stjórnarflokkunum.Forystuflokkur stjórnarandstöðunnar, Sjálfstæðismenn, þarf að fá nokkra mánuði til að ná áttum og verða fær um að taka stjórnarábyrgð. Ekki er alveg ljóst hvaða stefna verður ofan á þar, hvort núverandi foringja tekst að semja um frið eða hverjir aðrir hirða forystusætin.Gjáin milli núverandi stjórnarflokka og forystu Framsóknarflokksins hefur breikkað og dýpkað. Líklega eiga Framsóknarmenn nú aðeins kost á að verða stoð við Sjálfstæðisflokkinn. Staða forystu Framsóknarmanna virðist mjög sterk innan flokks, en þó vekur furðu hve fáir virðast hafa tekið þátt í flokksþingi og kosningu formanns.Fram undan er þóf, tafir og streita í flestum þjóðmálum. Dómsmál um Icesave tekur nokkur ár og hvert ár kostar 30-40 milljarða króna til viðbótar við annað. Fram undan er endurmat og nýtt þóf um flesta viðskipta- og fjárfestingarkosti. Nokkra mánuði þarf til að endurmeta og endursemja um erlend lánamál.Óskynsamlegar skattabreytingar leggjast því ennþá þyngra á atvinnulífið og þar harðnar á dalnum. Áhrif á lánagreiðslur almennings, á atvinnuástand og laun fylgja þessu.Í grunni er íslenska þjóðfélagið sterkt, lýðræðið virkt og útflutningsgreinarnar öflugar. Veikleikar okkar Íslendinga eru sundrung, tortryggni, rógur og níð. Hér er allt í hnút. Nú þarf alþingiskosningar sem allra fyrst til að höggva á hnútinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 2011: Hver er staðan sem upp er komin? Hverjar eru horfurnar?Breytt stjórnskipan: Hér er nú pólitískt virkur forseti og beint lýðræði að frjálsri ákvörðun hans hvenær sem hann ákveður.Kreppa í stjórnskipan: Engar hömlur eru á ákvörðun forseta, engar takmarkanir á fjármögnun kosningabaráttu fyrir þjóðaratkvæði eða ákvæði um lágmarksþátttöku kjósenda. Stjórnskipuleg staða Alþingis er í lausu lofti.Umsókn um aðild að ESB er gjörtapað mál. Trúlega er farsælast að stöðva ferlið með vinsamlegum hætti þegar á næstu vikum.Aðild Íslands að ESB verður ekki samþykkt hér án þess að Álandseyjaákvæði, Azoreyjaákvæði og Möltuákvæði verði afdráttarlaus í samningsfrumvarpi. Líklega hefur utanríkisráðuneytið ekki skilning á þessu, þannig að málið er gjörtapað hvort eð er.Þreyta og vonbrigði forystumanna ríkisstjórnarinnar eru beinlínis átakanleg. Stjórnin er bæði helsærð og helsjúk. Hún getur ekki skilað starfi en hefur ekki burði til að hrökklast frá heldur.Leiðtogar beggja stjórnarflokkanna heyja enn hetjulega baráttu við ofurefli innan húss sem utan. Nú bíða félagar þeirra bara eftir því að foringjarnir rými sætin. Fram undan er forystukreppa í báðum stjórnarflokkunum.Forystuflokkur stjórnarandstöðunnar, Sjálfstæðismenn, þarf að fá nokkra mánuði til að ná áttum og verða fær um að taka stjórnarábyrgð. Ekki er alveg ljóst hvaða stefna verður ofan á þar, hvort núverandi foringja tekst að semja um frið eða hverjir aðrir hirða forystusætin.Gjáin milli núverandi stjórnarflokka og forystu Framsóknarflokksins hefur breikkað og dýpkað. Líklega eiga Framsóknarmenn nú aðeins kost á að verða stoð við Sjálfstæðisflokkinn. Staða forystu Framsóknarmanna virðist mjög sterk innan flokks, en þó vekur furðu hve fáir virðast hafa tekið þátt í flokksþingi og kosningu formanns.Fram undan er þóf, tafir og streita í flestum þjóðmálum. Dómsmál um Icesave tekur nokkur ár og hvert ár kostar 30-40 milljarða króna til viðbótar við annað. Fram undan er endurmat og nýtt þóf um flesta viðskipta- og fjárfestingarkosti. Nokkra mánuði þarf til að endurmeta og endursemja um erlend lánamál.Óskynsamlegar skattabreytingar leggjast því ennþá þyngra á atvinnulífið og þar harðnar á dalnum. Áhrif á lánagreiðslur almennings, á atvinnuástand og laun fylgja þessu.Í grunni er íslenska þjóðfélagið sterkt, lýðræðið virkt og útflutningsgreinarnar öflugar. Veikleikar okkar Íslendinga eru sundrung, tortryggni, rógur og níð. Hér er allt í hnút. Nú þarf alþingiskosningar sem allra fyrst til að höggva á hnútinn.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun