Hægt að losa gjaldeyrishöft á meiri hraða 9. júní 2011 06:45 Páll Harðarson Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir niðurstöður fyrsta gjaldeyrisútboðs Seðlabankans fyrir eigendur aflandskróna jákvæðar. Þær bendi til að hægt sé að aflétta gjaldeyrishöftunum með meiri hraða en áætlun stjórnvalda geri ráð fyrir. „Ég lít á þetta sem vissa traustsyfirlýsingu á Íslandi. Fjárfestar virðast ekki vera í neinum flýti að hlaupa burt. Þetta er því býsna jákvætt og ég held að stjórnvöld ættu í kjölfarið að breyta kúrsinum og endurskoða fyrirliggjandi áætlun,“ segir Páll og bætir við: „Seðlabankinn metur að það séu til staðar 465 milljarðar aflandskróna en það eru ekki nema 60 milljarðar rúmir sem taka þátt í útboðinu. Þannig að eigendur 87 prósenta aflandskróna sjá ekki ástæðu til að vera með og liggur þar með ekki meira á að losna en það. Þá eru einungis þrjú prósent tilbúin til að greiða hærra verð fyrir evruna en 215 krónur. Þrýstingurinn sem áætlun stjórnvalda gerir ráð fyrir og byggir á virðist því bara ekki vera fyrir hendi.“ Seðlabankinn hélt í fyrradag sitt fyrsta af væntanlega nokkrum gjaldeyrisútboðum fyrir eigendur aflandskróna en útboðin eru liður í áætluninni um afnám hafta. Páll mælir með því að Seðlabankinn drífi sig í að halda fleiri útboð og leggur einnig til að fallið verði frá ríkisstjórnarfrumvarpi um framlengingu haftanna sem liggur fyrir þinginu og búist er við að verði afgreitt á næstu dögum. Losun haftanna verði markvissari en nú sé gert ráð fyrir. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í samtali við Fréttablaðið í fyrradag að útboðið hefði heppnast ágætlega. Þá lagði hann áherslu á að áætlun stjórnvalda byggði á því að skilyrði væru uppfyllt en ekki á tíma. Auðvitað væri vilji til að losa höftin eins fljótt og hægt væri en þó ekki fyrr en það. Þá myndu næstu útboð gefa gleggri mynd af stöðunni.- mþl Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir niðurstöður fyrsta gjaldeyrisútboðs Seðlabankans fyrir eigendur aflandskróna jákvæðar. Þær bendi til að hægt sé að aflétta gjaldeyrishöftunum með meiri hraða en áætlun stjórnvalda geri ráð fyrir. „Ég lít á þetta sem vissa traustsyfirlýsingu á Íslandi. Fjárfestar virðast ekki vera í neinum flýti að hlaupa burt. Þetta er því býsna jákvætt og ég held að stjórnvöld ættu í kjölfarið að breyta kúrsinum og endurskoða fyrirliggjandi áætlun,“ segir Páll og bætir við: „Seðlabankinn metur að það séu til staðar 465 milljarðar aflandskróna en það eru ekki nema 60 milljarðar rúmir sem taka þátt í útboðinu. Þannig að eigendur 87 prósenta aflandskróna sjá ekki ástæðu til að vera með og liggur þar með ekki meira á að losna en það. Þá eru einungis þrjú prósent tilbúin til að greiða hærra verð fyrir evruna en 215 krónur. Þrýstingurinn sem áætlun stjórnvalda gerir ráð fyrir og byggir á virðist því bara ekki vera fyrir hendi.“ Seðlabankinn hélt í fyrradag sitt fyrsta af væntanlega nokkrum gjaldeyrisútboðum fyrir eigendur aflandskróna en útboðin eru liður í áætluninni um afnám hafta. Páll mælir með því að Seðlabankinn drífi sig í að halda fleiri útboð og leggur einnig til að fallið verði frá ríkisstjórnarfrumvarpi um framlengingu haftanna sem liggur fyrir þinginu og búist er við að verði afgreitt á næstu dögum. Losun haftanna verði markvissari en nú sé gert ráð fyrir. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í samtali við Fréttablaðið í fyrradag að útboðið hefði heppnast ágætlega. Þá lagði hann áherslu á að áætlun stjórnvalda byggði á því að skilyrði væru uppfyllt en ekki á tíma. Auðvitað væri vilji til að losa höftin eins fljótt og hægt væri en þó ekki fyrr en það. Þá myndu næstu útboð gefa gleggri mynd af stöðunni.- mþl
Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun