Erlent

Kaupóðir Bretar freista þess að gera reyfarakaup í dag

Búist er við að þúsundir Breta fari og versli í dag.
Búist er við að þúsundir Breta fari og versli í dag.
Bretar flykkjast nú í verslanir í þeirri von um að gera reyfarakaup en jólaútsölurnar hefjast í dag þar ytra, á degi sem kallaður er „Boxing day".

Sólarhringsverkfall starfsmanna neðanjarðarlesta í Lundúnum mun án efa gera hinum kaupglöðu erfitt um vik, en þegar hefur verið varað við miklum töfum á samgöngum.

Búist er við metfjölda á útsölurnar í ár en talið er að nokkrar milljónir fari í verslunarleiðangur í dag, þar á meðal hundrað tuttugu og fimm þúsund manns í Liverpool-borg einni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×