Erlent

Filippus við góða heilsu eftir hjartaaðgerð

Filippus virðist allur að braggast eftir hjartaaðgerð á laugardaginn.
Filippus virðist allur að braggast eftir hjartaaðgerð á laugardaginn.
Filippus, eiginmaður drottningar Bretlands, Elísabetar, er sagður við góða heilsu eftir að hafa gengist undir hjartaaðgerð síðastliðinn laugardag.

Hertoginn dvelur þó enn á sjúkrahúsi og óvíst er hvenær hann verður útskrifaður þaðan.

Sjálfur vill hann ólmur komast heim en að sögn talsmanns bresku krúnunnar er líklegt að hann dvelji á spítalanum yfir jólin. Filippus varð níræður fyrr á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×