Erlent

Ekkja fyrrverandi forseta Suður-Kóreu vottar Kim virðingu sína

Kim Jong-Il í fullu fjöri.
Kim Jong-Il í fullu fjöri.
Ekkja fyrrverandi forseta Suður-Kóreu vottaði Kim Jong-Il, nýlátnum leiðtoga Norður-Kóreu, virðingu sína um jólin. Sendinefndin fór til Norður-Kóreu og hitti son einræðisherrans alræmda, Kim Jong-Un.

Sérfræðingar segja að stjórnvöld í Suður-Kóreu reyni með þessum hætti að koma á einhverskonar stjórnmálasambandi við Norður-Kóreu.

Norður-kóresk sendinefnd fór einnig til Suður-Kóreu þegar Kim Dae-jung, fyrrverandi forseti Suður-kóreu, lést árið 2009. Hann kom á svokölluðu Sólskinssamkomulagi við Norður-Kóreu árið 2000, sem voru nokkurskonar umgengisreglur ríkjanna, við hvort annað. Kim hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir að hafa komið á sambandi á milli ríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×