Handbolti

AGK þarf að spila í bolum undir ermalausu treyjunum í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson í ermalausa búningi AG.
Snorri Steinn Guðjónsson í ermalausa búningi AG. Mynd/Ole Nielsen
Danska handboltaliðið AG Kaupmannahöfn þurfti að sækja um leyfi frá evrópska handboltasambandinu til að fá að spila í ermalausu treyjunum sínum í Meistaradeildinni í vetur.

EHF var ekki til í að samþykkja búninga AG-liðsins og millivegurinn virðist vera sá að leikmenn AG spili í bolum með ermum undir ermalausu treyjunum.

EHF heimtar að liðin verði með auglýsingar á ermum búninga sinna og með þessari lausn væri mögulegt fyrir AGK að uppfylla þær kröfur sambandsins.

Fjórir íslenskir landsliðsmenn spila með AG-liðinu en það eru Arnór Atlason, Snorri Steinn Guðjónsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson.

AG er í riðli með Montpellier, THW Kiel, Ademar León, Pick Szeged og Partizan í Meistaradeildinni og fyrsti leikur liðsins er á móti Partizan Belgrad á útivelli 28. september næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×