Enski boltinn

Engin flugeldasýning hjá Man. Utd

Owen fagnar marki sínu í kvöld.
Owen fagnar marki sínu í kvöld.
Man. Utd, Arsenal, Cardiff City og Crystal Palace komust öll áfram í enska deildarbikarnum í kvöld. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, skipti út öllu sínu liði fyrir leikinn gegn D-deildarliði Aldershot en það kom ekki að sök þar sem gæði Aldershot eru takmörkuð.

Sigur United aldrei í hættu en einhverjir stuðningsmenn United hefðu eflaust viljað sjá stærri sigur eftir skellinn gegn Man. City.

Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton í fyrsta skipti í langan tíma er Bolton tapaði gegn Arsenal.

Aron Einar Gunnarsson var einnig í byrjunarliði Cardiff sem komst áfram í keppninni með sigri á Burnley.

Úrslit:

Aldershot-Man. Utd  0-3

0-1 Dimitar Berbatov (15.), 0-2 Michael Owen (40.), 0-3 Antonio Valencia (48.)

Arsenal-Bolton  2-1

0-1 Fabrice Muamba (46.), 1-1 Andrei Arshavin (52.), 2-1 Park Chu-Young (55.)

Cardiff City-Burnley  1-0

1-0 Joe Mason (39.)

Crystal Palace-Southampton  2-0

1-0 Darren Ambrose (73.), 2-0 Jermaine Easter, víti (82.)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×