Handbolti

Arnór og Björgvin fóru á kostum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arnór Þór Gunnarsson í leik með Val á sínum tíma.
Arnór Þór Gunnarsson í leik með Val á sínum tíma.
Tveir íslenskir handknattleiksmenn byrjuðu vel fyrir félagslið sín í þýska handboltanum um helgina.

Arnór Þór Gunnarsson fór á kostum með liði sínu Bittenfeld sem bar sigur úr býtum gegn Bad Schwartau 34-30 í þýsku B. deildinni, en Arnór gerði tíu mörk fyrir heimamenn.

Björgvin Hólmgeirsson fór einnig vel af stað með Rheinland sem sigraði Hamm á útivelli 31-24 í þýsku B.deildinni en Björgvin gerði 9 mörk fyrir Rheinland, en þetta var fyrsti alvöru leikur hans fyrir félagið eftir að hann fór út í atvinnumennsku frá Haukum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×