Trúðum því að við værum bestir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. maí 2011 08:00 Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson með sænska meistarabikarinn eftir sigurinn á Norrköping í gær. Mynd/Sundsvall Tidning/Annkristin Haglund Sundsvall Dragons, með þá Hlyn Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson innanborðs, varð í gær Svíþjóðarmeistari í körfubolta. Sundsvall vann sigur á Norrköping Dolphins, 102-83, í oddaleik í rimmu um titilinn í gær. Það var snemma ljóst að Jakob var funheitur. Hann skoraði fyrstu fimm stigin í leiknum og fyrstu tíu af fimmtán stigum Sundsvall. Hann setti fjögur þriggja stiga skot í röð og alls sex í fyrri hálfleik. Sundsvall var með 22 stiga forystu eftir fyrri hálfleik og Jakob langstigahæstur með 26 stig. Í síðari hálfleik náði Norrköping aldrei að saxa verulega á forystuna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Alltaf átti Sundsvall svar, oftast fyrir utan þriggja stiga línuna. Hlynur var á sínu fyrsta tímabili með Sundsvall og hrósaði Jakobi sérstaklega eftir leik í samtali við Fréttablaðið. „Það var ótrúlegt að sjá Jakob í þessum leik. Mikið svakalega var hann góður,“ sagði Hlynur og furðaði á sig að Jakob hefði fengið að leika lausum hala. „Norrköping er með mjög hæfileikaríka og góða leikmenn en þegar kemur að því að leika skipulega eru þeir úti á túni. Hann var búinn að hitta úr fjórum í röð og enn galopinn. Jakob refsaði þeim grimmilega.“ Hlynur sagði skýrt dæmi hafa verið í upphafi fjórða leikhluta þegar hann gaf stoðsendingu á Jakob sem setti niður sinn sjöunda þrist í leiknum. „Ég keyrði upp að körfunni og var ekkert sérstaklega líklegur til að skora, þó ég segi sjálfur frá. Samt tvímönnuðu þeir á mig og skildu eftir mann sem var búinn að setja niður sex þrista galopinn á kantinum. Ég gaf bara boltann á hann.“ Hlynur sagði að það hefði munað mikið um að margir í liðinu hefðu áður unnið titla og því vitað hvað þyrfti til í oddaleik sem þessum. „Sundsvall varð meistari árið 2009 og margir eru enn í liðinu. Jakob varð meistari með KR árið 2009 og ég með Snæfelli í fyrra. Það er erfitt að fara í úrslitaleiki án þess að þekkja til. Við erum einfaldlega með leikmenn sem kunna það,“ sagði Hlynur, sem bætti við að þeir hefðu mætt fullir sjálfstrausts til leiks í gær. „Við trúðum því að við værum bestir og ætluðum okkur einfaldlega að vinna.“ Hann sagði að tímabilið í Svíþjóð hefði verið frábær reynsla fyrir sig. „Ég þurfti að fá nýja áskorun á ferlinum og fékk hana hér. Það hefur gengið á ýmsu, eins og eðlilegt er þegar fimmtíu leikir eru spilaðir á tímabilinu, en ég er samt mjög sáttur.“ Körfubolti Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Sundsvall Dragons, með þá Hlyn Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson innanborðs, varð í gær Svíþjóðarmeistari í körfubolta. Sundsvall vann sigur á Norrköping Dolphins, 102-83, í oddaleik í rimmu um titilinn í gær. Það var snemma ljóst að Jakob var funheitur. Hann skoraði fyrstu fimm stigin í leiknum og fyrstu tíu af fimmtán stigum Sundsvall. Hann setti fjögur þriggja stiga skot í röð og alls sex í fyrri hálfleik. Sundsvall var með 22 stiga forystu eftir fyrri hálfleik og Jakob langstigahæstur með 26 stig. Í síðari hálfleik náði Norrköping aldrei að saxa verulega á forystuna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Alltaf átti Sundsvall svar, oftast fyrir utan þriggja stiga línuna. Hlynur var á sínu fyrsta tímabili með Sundsvall og hrósaði Jakobi sérstaklega eftir leik í samtali við Fréttablaðið. „Það var ótrúlegt að sjá Jakob í þessum leik. Mikið svakalega var hann góður,“ sagði Hlynur og furðaði á sig að Jakob hefði fengið að leika lausum hala. „Norrköping er með mjög hæfileikaríka og góða leikmenn en þegar kemur að því að leika skipulega eru þeir úti á túni. Hann var búinn að hitta úr fjórum í röð og enn galopinn. Jakob refsaði þeim grimmilega.“ Hlynur sagði skýrt dæmi hafa verið í upphafi fjórða leikhluta þegar hann gaf stoðsendingu á Jakob sem setti niður sinn sjöunda þrist í leiknum. „Ég keyrði upp að körfunni og var ekkert sérstaklega líklegur til að skora, þó ég segi sjálfur frá. Samt tvímönnuðu þeir á mig og skildu eftir mann sem var búinn að setja niður sex þrista galopinn á kantinum. Ég gaf bara boltann á hann.“ Hlynur sagði að það hefði munað mikið um að margir í liðinu hefðu áður unnið titla og því vitað hvað þyrfti til í oddaleik sem þessum. „Sundsvall varð meistari árið 2009 og margir eru enn í liðinu. Jakob varð meistari með KR árið 2009 og ég með Snæfelli í fyrra. Það er erfitt að fara í úrslitaleiki án þess að þekkja til. Við erum einfaldlega með leikmenn sem kunna það,“ sagði Hlynur, sem bætti við að þeir hefðu mætt fullir sjálfstrausts til leiks í gær. „Við trúðum því að við værum bestir og ætluðum okkur einfaldlega að vinna.“ Hann sagði að tímabilið í Svíþjóð hefði verið frábær reynsla fyrir sig. „Ég þurfti að fá nýja áskorun á ferlinum og fékk hana hér. Það hefur gengið á ýmsu, eins og eðlilegt er þegar fimmtíu leikir eru spilaðir á tímabilinu, en ég er samt mjög sáttur.“
Körfubolti Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira