Hlynur pakkaði saman 214 cm miðherja í gær Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. maí 2011 08:30 Hlynur Bæringsson í leik með Sundsvall. Mynd/Valli Hlynur Bæringsson fór mikinn í vörn Sundsvall Dragons í gær þegar að liðið tryggði sér sænska meistaratitilinn í körfubolta. Sundsvall vann þar með 4-3 sigur á Norrköping Dolphins í úrslitarimmu liðanna um titilinn. Hlynur fékk það verkefni að gæta miðherja Norrköping-liðsins, hins 214 cm Joakim Kjellbom. Óhætt er að segja að það hafi tekist vel í oddaleiknum í gær þar sem að Kjellbom skoraði aðeins fjögur stig í leiknum. „Það var mitt helsta takmark í þessari seríu - að halda honum niðri,“ sagði Hlynur í samtali við Vísi eftir leikinn í gær. „Hann er talinn besti sænski leikmaðurinn í deildinni í dag og mig langaði svo sannarlega til að taka hann út úr leiknum.“ „Hann er sérstaklega góður að passa körfuna og við urðum því að koma honum frá henni. Ég náði að setja niður nokkra þrista og þá varð hann að elta mig. Það opnaði aðra möguleika fyrir okkur í leiknum.“ „Svo reyndi ég bara aðeins að berja á honum í vörninni. Hann er rosalega stór en ekkert mjög hraustur - fer bara að væla ef á móti blæs.“ Taktík Hlyns virkaði greinilega því Kjellbom tók ekki nema fimm skot í leiknum og aðeins eitt frákast - ótrúlegt miðað við svo hávaxinn leikmann. Bandaríkjamaðurinn Andrew Mitchell er einnig einn af lykilmönnum Norrköping en hann er bakvörður. Hann skoraði ekki eitt einasta stig í leiknum þrátt fyrir að hafa tekið tólf skot (sjö 2ja stiga, þrjú 3ja stiga og tvö vítaköst). Jakob Örn Sigurðarson, sem fór á kostum í gær og skoraði 31 stig, segir að það hafi verið lykilatriði að stöðva bæði hann og Kjellbom í gær. „Við höfum oft lent í vandræðum með Norrköping þegar þeir hafa verið að spila vel og þá sérstaklega Mitchell. Þetta var í raun eini leikurinn sem við náðum að hafa almennilega stjórn á honum og mér fannst leikur þeirra riðlast við það.“ Jakob segir að Bandaríkjamaðurinn í liði Sundsvall, Alex Wesby, hafi verið með hann í strangri gæslu í gær. „Hann var á honum allan tímann og stóð sig ótrúlega vel. Alex er örugglega einn besti Kani sem ég hef spilað með á ferlinum. Hann er rosalegur varnarmaður og spilar af hörku allan tímann. Hann er með mikið og stórt hjarta og er mjög góður körfuboltamaður.“ NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira
Hlynur Bæringsson fór mikinn í vörn Sundsvall Dragons í gær þegar að liðið tryggði sér sænska meistaratitilinn í körfubolta. Sundsvall vann þar með 4-3 sigur á Norrköping Dolphins í úrslitarimmu liðanna um titilinn. Hlynur fékk það verkefni að gæta miðherja Norrköping-liðsins, hins 214 cm Joakim Kjellbom. Óhætt er að segja að það hafi tekist vel í oddaleiknum í gær þar sem að Kjellbom skoraði aðeins fjögur stig í leiknum. „Það var mitt helsta takmark í þessari seríu - að halda honum niðri,“ sagði Hlynur í samtali við Vísi eftir leikinn í gær. „Hann er talinn besti sænski leikmaðurinn í deildinni í dag og mig langaði svo sannarlega til að taka hann út úr leiknum.“ „Hann er sérstaklega góður að passa körfuna og við urðum því að koma honum frá henni. Ég náði að setja niður nokkra þrista og þá varð hann að elta mig. Það opnaði aðra möguleika fyrir okkur í leiknum.“ „Svo reyndi ég bara aðeins að berja á honum í vörninni. Hann er rosalega stór en ekkert mjög hraustur - fer bara að væla ef á móti blæs.“ Taktík Hlyns virkaði greinilega því Kjellbom tók ekki nema fimm skot í leiknum og aðeins eitt frákast - ótrúlegt miðað við svo hávaxinn leikmann. Bandaríkjamaðurinn Andrew Mitchell er einnig einn af lykilmönnum Norrköping en hann er bakvörður. Hann skoraði ekki eitt einasta stig í leiknum þrátt fyrir að hafa tekið tólf skot (sjö 2ja stiga, þrjú 3ja stiga og tvö vítaköst). Jakob Örn Sigurðarson, sem fór á kostum í gær og skoraði 31 stig, segir að það hafi verið lykilatriði að stöðva bæði hann og Kjellbom í gær. „Við höfum oft lent í vandræðum með Norrköping þegar þeir hafa verið að spila vel og þá sérstaklega Mitchell. Þetta var í raun eini leikurinn sem við náðum að hafa almennilega stjórn á honum og mér fannst leikur þeirra riðlast við það.“ Jakob segir að Bandaríkjamaðurinn í liði Sundsvall, Alex Wesby, hafi verið með hann í strangri gæslu í gær. „Hann var á honum allan tímann og stóð sig ótrúlega vel. Alex er örugglega einn besti Kani sem ég hef spilað með á ferlinum. Hann er rosalegur varnarmaður og spilar af hörku allan tímann. Hann er með mikið og stórt hjarta og er mjög góður körfuboltamaður.“
NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira