Erlent

Alþjóðalögreglan gefur út handtökuskipun á sílikonframleiðanda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjöldi kvenna er uggandi vegna sílikonpúðanna.
Fjöldi kvenna er uggandi vegna sílikonpúðanna. mynd/ getty.
Alþjóðalögreglan, Interpol, hefur gefið út handtökuskipun á hendur yfirmanni franska fyrirtækisins sem framleiddi gallaða sílikonpúða í brjóst. Sílikonpúðarnir hafa valdið mikilli skelfingu á meðal kvenna í vikunni eftir að það kvisaðist út að þeir gætu sprungið og jafnvel valdið krabbameini.

Það eru yfirvöld í Kosta Ríka sem vilja að maðurinn, hinn 72 ára gamli Jean-Claude Mas, verði handtekinn og segja að hann hafi með glæpsamlegum hætti stefnt lífi fólks í hættu. Mas sást síðast á Kosta Ríku.

Frönsk stjórnvöld ákváðu í gær að greiða aðgerðir við að fjarlæga sílikonið úr brjóstum fyrir allar þær 30 þúsund konur í Frakklandi sem höfðu fengið slíkt sílikon.

Áður hefur verið greint frá því að sílikonframleiðandinn sem um ræðir er franskur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×