Erlent

Uppáhaldsleikari Hitlers er látinn

Johannes Heesters átti sér eiginlega ekki viðreisnar von eftir seinni heimstyrjöldina.
Johannes Heesters átti sér eiginlega ekki viðreisnar von eftir seinni heimstyrjöldina.
Þýski leikarinn, Johannes Heesters, er látinn. Líklega vita ekki margir hver hann er, en Heesters er frægastur fyrir að hafa verið uppáhaldsleikari Adolfs Hitlers.

Heesters var langlífur. Hann lést 108 ára gamall og var enn að leika árið 2008, þá 105 ára.

Heesters var hálfpartinn útskúfaður úr þýsku leikhúslífi eftir ósigur nasismans á fimmta áratug síðustu aldar. Ástæðan var sú að hann naut talsverðrar hylli í þriðja ríkinu. Auk þess sem Hitler hélt mikið upp á hann.

Heester var þó enginn nasisti. Aftur á móti áttu Þjóðverjar erfitt með að fyrirgefa honum að hafa skemmt nasistum á meðan þeir stunduðu hryllilega stríðsglæpi.

Meðal þess sem Heester var helst gagnrýndur fyrir var að hann á að hafa skemmt vörðunum í útrýmingarbúðunum Dachau. Þar voru rúmlega fjörtíu þúsund gyðingar myrtir og yfir 200 þúsund fengu að dúsa í þessum fyrstu útrýmingarbúðum Nasista, sem síðar áttu eftir að verða fyrirmynd annarra búða, eins og Auswitch í Póllandi.

Sjálfur neitaði Heesters því að hann hefði skemmt nasistunum í búðunum. Þeir sem lifðu af vistina í Duchau héldu ávallt öðru fram. Til þess að hreinsa nafn sitt fór Heesters í mál við sagnfræðinginn sem tók saman frásagnir þeirra sem voru í Duchau. Heesters tapaði þó málinu.

Heesters steig á svið í Hollandi árið 1964 í hlutverki andnasíska kafteinsins von Trapp í Söngvaseið (e. Sound of music). Áhorfendur gerðu þá hróp að honum og púuðu leikarann af sviðinu.

Síðar átti Heester eftir að segja í þýsku sjónvarpi að Hitler hefði verið góður náungi. Eiginkona Heester, Simone Rethel, greip þá snögglega fram í fyrir honum og sagði að Hitler hefði verið versti glæpamaður veraldarsögunnar.

Heeters svaraði þá: „Ég veit það elskan. En hann var góður við mig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×