Erlent

Alvarleg mannleg mistök meðal ástæðna fyrir kjarnorkuslysi í Fukushima

Fréttamyndir frá sprengingu í kjarnorkuverinu hinn örlagaríka dag.
Fréttamyndir frá sprengingu í kjarnorkuverinu hinn örlagaríka dag.
Samskiptaleysi, ringulreið og rangar ályktanir urðu meðal annars til þess að kjarnorkuslysið í Dai-ichi kjarnorkuverinu í Fukushima, fór verr en það hefði þurft að gera.

Það er meðal annars niðurstaða sérstakrar rannsóknarnefndar Japanskra stjórnvalda, sem kannar hvað fór úrskeiðis, þegar kjarnorkuverið bræddi úr sér eftir jarðskjálftann þann 11. maí síðastliðinn.

Skjálftinn var tæplega níu á stærð og sex metra há flóðbylgja fylgdi á eftir og skall á kjarnorkuverinu.

Rannsóknarskýrslan er rúmar fimm hundruð blaðsíður og rætt var við fjögur hundruð starfsmenn og opinbera embættismenn sem komu að aðgerðunum í kringum verið.

Fram kemur í skýrslunni að starfsmenn hefðu ekki kunnað að slökkva á kjarnorkuverinu í neyð, sem varð til þess að annað versta kjarnorkuslys sögunnar varð að veruleika. Því hafi slysið verið samspil náttúruhamfara og alvarlegra mannlegra mistaka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×