Erlent

Finni lést þegar tré féll á hann

Mynd/AFP
Óveðrið sem gekk yfir Svíþjóð og Noreg og Finnland í gær olli miklu tjóni. Þúsundir íbúa í Ardal og Hoyanger í Noregi eru einangraðir þar sem vegir hafa rofnað um fimmtíu íbúar í Ardal hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Í norðurhluta Svíþjóðar eru fimmtíu þúsund án rafmagns og lestarsamgöngur liggja niðri í Norrland. Í Finnlandi er einnig mikið um rafmagnsleysi og óvíst hvenær það mun lagast. Þar lést einn karlmaður á níræðisaldri þegar tré rifnaði upp með rótum og féll á hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×