Erlent

Einn skotinn til bana og tveir særðir í Malmö

Einn var skotinn til bana og tveir særðust í skotárás sem átti sér stað að kvöldi annars dags jóla í sænsku borginni Malmö. Vitni segja að skotmaðurinn hafi allt í einu hafið skothríð á mennina þrjá. Hann var með einskonar öskudagsgrímu fyrir andlitinu og komst undan. Að sögn sænskra miðla er enginn grunaður í málinu sem stendur. Mennirnir þrír sem urðu fyrir kúlunum eru allir svokallaðir góðkunningjar lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×