Erlent

Hvítabjarnarhúnninn Siku bræðir hjörtu Netverja

Nýjasta stjarna Netheima er hvítabjarnarhúnninn Siku. Hann er mánaðargamall og á heima í dýragarði í Kolind Í Danmörku. Hann fæddist 22. nóvember og umferð á vefsíðu garðsins hefur vaxið gríðarlega frá því sá stutti kom í heiminn. Þúsundir hafa fylgst með Siku og beðið í ofvæni eftir að hann opnaði augun, sem hann gerði víst í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×