Erlent

Bandaríkjamaður sakaður um njósnir

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans.
Réttað var yfir bandarískum ríkisborgara í Íran í dag en maðurinn var handtekinn á dögunum grunaður um að vera njósnari á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Hinn 28 ára gamli Amir Hekmati var fæddur í Arizona en á rætur að rekja til Írans. Faðir hans segir af og frá að sonur sinn sé njósnari. Hann hafi verið að heimsækja ömmur sínar í Íran þegar hann var handtekinn. Íranir segja hinsvegar að Hekmati sé þrautþjálfaður sérsveitarmaður sem hafi verið staðsettur í Írak og Afganistan áður en hann hafi farið til njósnastarfa í Íran.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×