Erlent

Þurftu að vernda sjúkraflutningamenn á morðvettvangi

Það var mikil ringulreið í kringum morðvettvanginn eins og sést á myndinni.
Það var mikil ringulreið í kringum morðvettvanginn eins og sést á myndinni.
Myndband, sem gengur nú um á Youtube, og breska vefsíðan Daily Telegraph greinir frá, sýnir lögregluna í Lundúnum vernda sjúkraflutningamenn sem reyndu að koma átján ára pilti til bjargar á Oxford-stræti eftir að hann var stunginn til bana í gærdag.

Mörg þúsund manns voru staddir nærri morðvettvanginum í gærdag þegar Seydou Diarrassouba var stunginn beint í hjartað. Ellefu manns hafa verið handteknir vegna málsins. Ekki er ljóst hvers vegna Seydou var stunginn, en vitni hafa lýst því að hann hefði lent í átökum við mennina inn í versluninni Foot Locker, sem endaði á því að hann var stunginn út á götu.

Stærsti verslunardagur Bretlands var í gær. Hann er kallaður Boxing day og er áætlað að verslunir víðsvegar um Bretland hafi selt vörur fyrir tvo og hálfan milljarð.

Eins og sést á myndbandinu myndaðist mikil ringulreið í kringum morðvettvanginn og fólk var slegið yfir atburðinum.

Hægt er að skoða myndbandið með því að fara inn á vefsíðu Telegraph.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×