Erlent

Kim Jong-Il borinn til grafar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kim Jong-un heiðrar minningu föður síns.
Kim Jong-un heiðrar minningu föður síns. mynd/ afp.
Tveggja daga útför norður-kóreska einræðisherrans Kim Jong-Il er hafinn. Viðbúnaður vegna hennar er gríðarlegur í höfuðborginni Pyongyang. Myndir þaðan sýna að þúsundir hermanna hafa safnast saman og lutu þeir höfði þegar stór mynd af leiðtoganum fallna var borin um götur borgarinnar. Myndirnar, sem birtar voru á ríkissjónvarpsstöð í landinu, sýndu jafnframt að arftaki hans og þriðji sonurinn, Kim Jong-un, gekk með fylkingu hermannanna. Fjölmiðlar í Norður-Kóreu segja að Kim Jong-il hafi látist úr hjartaáfalli þann 17. desember síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×