Stálheppinn auðmaður tekur slaginn gegn Putin 13. desember 2011 07:58 Rússneski auðmannurinn Mikhail Prokhorov, sem ætlar að bjóða sig fram gegn Vladimir Putin í forsetakosningum í Rússlandi á næsta ári, á að baki brokkgenga fortíð eins og fleiri rússneskir auðmenn. Prokhorov er þriðji auðugasti Rússinn og raunar í hópi 40 auðugustu manna heimsins. Tímaritið Forbes áætlar að auðæfi hans nemi um 18 milljörðum dollara eða tæplega 2.200 milljörðum króna. Prokhorov hóf að byggja upp veldi sitt í kjölfar hruns Sovétríkjanna fyrir tæpum 20 árum síðan, einkum með því að eignast námufélög og málmvinnslur. Hann var um tíma ráðherra í stjórn Boris Jeltsín og notfærði sér þá aðstöðu óspart til að safna að sér eignum. Hann komst í sviðsljós fjölmiðla á Vesturlöndum árið 2007 þegar hann var handtekinn í franska skíðabænum Courchevel vegna gruns um mannsal og rekstur á vændiskonum en var síðan sleppt án ákæru. Prokhorov þykir stálheppinn í viðskiptum því hann náði að selja hlut sinn í málmvinnslunni Norlisk Nickel áður en kreppan skall á árið 2008 fyrir 7 milljarða dollara út í hönd og 14% hlut í Rusal, stærsta álfyrirtækis heimsins. Hann mun þurfa á þeirri heppni að halda til að eiga möguleika gegn Putin. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Rússneski auðmannurinn Mikhail Prokhorov, sem ætlar að bjóða sig fram gegn Vladimir Putin í forsetakosningum í Rússlandi á næsta ári, á að baki brokkgenga fortíð eins og fleiri rússneskir auðmenn. Prokhorov er þriðji auðugasti Rússinn og raunar í hópi 40 auðugustu manna heimsins. Tímaritið Forbes áætlar að auðæfi hans nemi um 18 milljörðum dollara eða tæplega 2.200 milljörðum króna. Prokhorov hóf að byggja upp veldi sitt í kjölfar hruns Sovétríkjanna fyrir tæpum 20 árum síðan, einkum með því að eignast námufélög og málmvinnslur. Hann var um tíma ráðherra í stjórn Boris Jeltsín og notfærði sér þá aðstöðu óspart til að safna að sér eignum. Hann komst í sviðsljós fjölmiðla á Vesturlöndum árið 2007 þegar hann var handtekinn í franska skíðabænum Courchevel vegna gruns um mannsal og rekstur á vændiskonum en var síðan sleppt án ákæru. Prokhorov þykir stálheppinn í viðskiptum því hann náði að selja hlut sinn í málmvinnslunni Norlisk Nickel áður en kreppan skall á árið 2008 fyrir 7 milljarða dollara út í hönd og 14% hlut í Rusal, stærsta álfyrirtækis heimsins. Hann mun þurfa á þeirri heppni að halda til að eiga möguleika gegn Putin.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira