Erlent

Fundu lík af konu á heimili árásarmannsins í Liege

Lögreglan í Belgíu hefur fundið lík af konu á heimili byssumannsins sem drap sex manns og særði 123 í árás í miðborg Liege í gærdag.

Konulíkið var með skotsár á höfði og talið er að maðurinn, hinn 33 ára gamli Nordine Amrani hafi myrt hana áður en hann hélt í árásarferð sína. Kennsl hafa verið borin á konuna en hún var 45 ára gömul og vann sem hreingerningakona hjá nágrönnum Amrani.

Auk líksins af konunni fundust tvö skotvopn og birgðir af byssukúlum á heimilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×