Erlent

Skjálfti skók Papúa nýju Gíneu

Öflugur jarðskjálfti, 7,1 að styrkleika, reið yfir Kyrrahafsríkið Papúa nýju Gíneu í morgun. Engin flóðbylgjuviðvörun var gefin út en skjálftinn átti upptök sín um 55 kílómetrum frá næst stærstu borg landsins, Lae. Hann varð á um 121 kílómeters dýpi og dró það mikla dýpi verulega úr hættunni. Engu að síður fannst skjálftinn greinilega í borgum landsins en fregnir af skemmdum eða slysum á fólki hafa ekki borist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×