Alfreð og Dagur mætast í kvöld - „erum vinir“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. desember 2011 15:45 Bob Hanning og Dagur Sigurðsson. Nordic Photos / Bongarts Það verður stórleikur í þýsku bikarkeppninni í kvöld þegar tvö efstu lið úrvalsdeildarinnar, Kiel og Füchse Berlin, mætast í Berlín. Þjálfarar liðanna eru íslenskir - þeir Dagur Sigurðsson hjá Füchse og Alfreð Gíslason hjá Kiel. „Við tölum ekki í síma á hverjum degi en við erum vinir,“ sagði Dagur í samtali við þýska dagblaðið Berliner Kurier en í grein blaðsins er mikið gert úr þeirri staðreynd að þrjú af bestu liðum þýsku úrvalsdeildarinnar eru þjálfuð af Íslendingum - sá þriðji er Guðmundur Guðmundsson hjá Rhein-Neckar Löwen. Þar að auki hefur landsliðið náð góðum árangri, til að mynda unnið til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Íslendingar séu aðeins 320 þúsund talsins og erfitt sé að ímynda sér að allir leikmenn þýska landsliðsins kæmu frá Lichtenberg-hverfinu í Berlínarborg, þar sem um 260 þúsund manns búa. Alls búa um 82 milljónir í Þýskalandi. Hvað er þá leyndarmálið við þennan góða árangur íslensks handboltafólks? „Það er góð spurning,“ sagði Dagur. „Ég var líka spurður af þessu sama af íslenskum blaðamanni um daginn. Ég veit það svo sem ekki - kannski erum við bara svona metnaðarfull.“ Kiel hefur unnið alla sextán leiki sína til þessa á tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni og Alfreð segir að leikurinn í kvöld verði erfiður fyrir sína menn. „Bob Hanning framkvæmdarstjóri og Dagur hafa staðið sig ótrúlega vel. Það eru tveir mjög sterkir leikmenn um hverja stöðu og með Iker Romero eru þeir með leikmann sem getur komið mjög öflugur inn í hvað leik sem er.“ Dagur er hvergi banginn fyrir leikinn í kvöld. „Við þekkjum Kiel mjög vel. Þar fyrir utan hefur mér gengið þokkalega með Alfreð. Þegar hann var hjá Magdeburg þá vann ég hann í Meistaradeildinni þegar ég var hjá Bregenz í Austurríki. Svo höfum við líka unnið Kiel áður. Kiel er sigurstranglegri aðilinn en við eigum möguleika.“ Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Það verður stórleikur í þýsku bikarkeppninni í kvöld þegar tvö efstu lið úrvalsdeildarinnar, Kiel og Füchse Berlin, mætast í Berlín. Þjálfarar liðanna eru íslenskir - þeir Dagur Sigurðsson hjá Füchse og Alfreð Gíslason hjá Kiel. „Við tölum ekki í síma á hverjum degi en við erum vinir,“ sagði Dagur í samtali við þýska dagblaðið Berliner Kurier en í grein blaðsins er mikið gert úr þeirri staðreynd að þrjú af bestu liðum þýsku úrvalsdeildarinnar eru þjálfuð af Íslendingum - sá þriðji er Guðmundur Guðmundsson hjá Rhein-Neckar Löwen. Þar að auki hefur landsliðið náð góðum árangri, til að mynda unnið til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Íslendingar séu aðeins 320 þúsund talsins og erfitt sé að ímynda sér að allir leikmenn þýska landsliðsins kæmu frá Lichtenberg-hverfinu í Berlínarborg, þar sem um 260 þúsund manns búa. Alls búa um 82 milljónir í Þýskalandi. Hvað er þá leyndarmálið við þennan góða árangur íslensks handboltafólks? „Það er góð spurning,“ sagði Dagur. „Ég var líka spurður af þessu sama af íslenskum blaðamanni um daginn. Ég veit það svo sem ekki - kannski erum við bara svona metnaðarfull.“ Kiel hefur unnið alla sextán leiki sína til þessa á tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni og Alfreð segir að leikurinn í kvöld verði erfiður fyrir sína menn. „Bob Hanning framkvæmdarstjóri og Dagur hafa staðið sig ótrúlega vel. Það eru tveir mjög sterkir leikmenn um hverja stöðu og með Iker Romero eru þeir með leikmann sem getur komið mjög öflugur inn í hvað leik sem er.“ Dagur er hvergi banginn fyrir leikinn í kvöld. „Við þekkjum Kiel mjög vel. Þar fyrir utan hefur mér gengið þokkalega með Alfreð. Þegar hann var hjá Magdeburg þá vann ég hann í Meistaradeildinni þegar ég var hjá Bregenz í Austurríki. Svo höfum við líka unnið Kiel áður. Kiel er sigurstranglegri aðilinn en við eigum möguleika.“
Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira